Loksins, loksins fer að rigna

Mynd frá Kjarrá í Borgarfirði. Ár á vestanverðu landinu eru …
Mynd frá Kjarrá í Borgarfirði. Ár á vestanverðu landinu eru margar hverjar vart svipur hjá sjón. Nú gæti það breyst eftir nókkra daga. Sigurjón Ragnar

Næstu dagar gætu orðið mjög spennandi fyrir laxveiðimenn. Loksins, loksins er spáð alvöru rigningu á vestanverðu landinu. Öllum spám ber saman um blauta daga upp úr helgi.

Einar Sveinbjörnsson helsti heimildamaður Sporðakasta, varðandi veður, sagði í samtali við okkur að nú mætti treysta þessari spá um vætu. „Vindarnir eru að snúast í háloftunum. Í stað þess að við séum að fá kalt loft úr norðri erum við að fá raka vinda úr suðri. Það er ljóst að rigna mun á Suð Vesturlandi, Vesturlandi og eitthvað líka fyrir norðan. Sérstaklega verður vætusamt á sunnudag og mánudag.“

Ég segi nú bara fyrir hönd laxveiðimanna; Takk fyrir þetta.

„Það æpa allir á rigningu nema sóldýrkendur og þetta er nú ekki síður að koma sér vel fyrir bændur upp á sprettu og það vatnar einnig vætu inn á hálendið í úthaga.“

Öllum spám ber saman um þetta. Hvort sem litið er til miðils Einars Sveinbjörnssonar, blika.is eða Veðurstofu Íslands eða norska vefsins yr.no. Aðeins er á reiki hversu mikil úrkoman verður en öllum ber saman um að þetta er alvöru rigning.

Á sama tíma er stórstreymt þann 17. þessa mánaðar. Það gætu því verið að fara í hönd spennandi vika í laxveiðinni. Vonandi fer saman vatn og lax og það er ljóst að með rigningunni mun sá fiskur sem þegar er genginn hressast og súrefni mun aukast í vatninu. Brúnin mun lyftast á mörgum við rigninguna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert