Stórir silungar á Grímstunguheiði

Ein af litlu bleikjunum sem veiddust á Grímstunguheiði í vikunni.
Ein af litlu bleikjunum sem veiddust á Grímstunguheiði í vikunni. Freyr Guðmundsson

Fréttir hafa borist af ágætri silungsveiði upp á svokallaðri Grímstunguheiði sem eru víðáttumikil heiðarlönd sem liggja upp af Vatnsdal í Austur Húnavatnssýslu

Upptök Vatnsdalsár eru þarna og að sögn Freys Guðmundssonar sem þekkir vel til á heiðinni, þá er þetta paradís fyrir ákveðinn hóp stangaveiðimanna sem hafa gaman af því að hafa talsvert fyrir hlutunum við veiðarnar. Þetta er talsvert mikill gangur og þurfa menn að vinna talsvert fyrir þessum fiskum.

Til að komast inn á heiðina er beygt frá þjóðvegi eitt inn í Vatnsdal og svo beygt upp með Álku innarlega í dalnum, jeppafæran slóða áleiðis inn á heiðina.

Freyr var nú í vikunni með Svía við veiðar sem eru að gera sjónvarpsþátt um svæðið. Voru þeir komnir með 34 bleikjur úr ánum eftir 5 daga. Aðeins einn fiskur vigtaði undir 2 kíló, en öllum sem landað  var voru vigtaðir í háf. Sá stærsti vigtaði slétt 4 kíló.

Efri hluti Vatnsdalsár er vatnsmestur og þar veiðast oft stærstu fiskarnir, en veiða má Vatnsdalsá ofan fossaraðarinnar Rjúkanda, Kerafoss og Skínanda.  Í kvíslunum sem mynda Vatnsdalsá má einnig gera góða veiði og hefur Strangakvísl oft gefið vel. Einnig er fiskur í Þjófakvísl, Miðkvísl og Kolkukvísl.

Refkelsvatn og Galtavatn eru þau vötn sem eru hvað vinsælust og er fiskurinn er í þeim vænn og meðalþyngd um 3 pund. Fjöldi annarra vatna er á heiðinni og fiskur í þeim flestum. 

Að sögn Freys skiptir veðrið öllu máli á þegar veitt er á heiðinni, þurrt og gott veður. Aðstæða til gistingar er í Öldumóðuskála.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira