Erfitt í Djúpinu

Samanburður mynda er frá Iðusteinum árið 2018 í flottu meðalvatni …
Samanburður mynda er frá Iðusteinum árið 2018 í flottu meðalvatni í kringum 10. júlí. Samanburðarmynd er frá sama degi 2019. Munurinn er sláandi. Ásgeir Pálsson

Samkvæmt upplýsingum úr Ísafjarðardjúpi hafa Laugardalsá og Langadalsá ekki farið varhluta af því vatnsleysi og þurrki sem einkennt hefur veðráttuna að undanförnu. Veiðin er því í samræmi við það.

Fram kemur á fésbókarsíðu Langadalsár að aðeins séu komnir 8 laxar á land auk nokkurra sjóbleikja. Ekki hefur veiðst lax í ánni síðan 6. júlí og fram að hádegi 14. júlí sem er afskaplega óvanalegt.

Mjög vanir veiðimenn hafa þó verið að veiða í ánni sem þekkja hana mjög vel og hafa fundið hálfdauða laxa af súrefnisskorti undir steinum örskammt frá landi. Þetta hafa menn á bökkum Langadalsár aldrei upplifað áður.

Smálax hefur þó verið að tínast upp í gegnum teljarann að undanförnu í þessu vatnsleysi sem menn telja að gæti gefið fyrirheit um betri tíð ef veðurspár ganga eftir þar sem spáð er úrkomu næstu daga.

Sömu sögu er að segja af Laugardalsá en síðastliðinn þriðjudag voru aðeins komnir þar fjórir laxar á land. Menn hafa þó orðið varir við að lax væri að ganga laxastigann í súrefnisleysinu og talsvert af laxi bíði í gljúfrunum fyrir neðan stiga í von um að vatnsmagnið komi til með að aukast von bráðar.

Í morgun höfðu 27 fiskar gengið í gegnum teljarann í Langadalsá og 69 upp Laugardalsána.

Iðusteinar 10. júlí síðastliðinn.
Iðusteinar 10. júlí síðastliðinn. Ásgeir Pálsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Sogið Kristinn Örn 14. júlí 14.7.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.

Skoða meira