Kastnámskeið fyrir konur og krakka

Flugukastnámskeið fyrir konur og krakka verða haldin á næstu dögum. …
Flugukastnámskeið fyrir konur og krakka verða haldin á næstu dögum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðunni flugukast.is Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Flugukast.is stendur fyrir flugukastnámskeiðum í sumar. Nú er boðið upp á þá nýbreytni að halda sérstakt námskeið sem eingöngu er ætlað konum. Þessi nýjung er tilkomin vegna fjölda áskoranna. Upphaflega stóð til að halda svokallað Grunnnámskeið sem er ætlað öllum. En eins og fyrr segir var því breytt í kvennanámskeið. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðunni flugukast.is. Einn af kennurum á námskeiðinu er Börkur Smári Kristinsson og er hann vottaður FII kennari en aðeins eru 1.400 slíkir í heiminum.

Í umfjöllum um námskeiðið segja námskeiðshaldarar;

„Byrjendur sem lengra komnir eru hjartanlega velkomnir og fyrir þær sem eru lengra komnar er vel hægt að kíkja á tvítog (Double Haul), spey köst, köst í vindi og margt fleira ef óskað er eftir því. Námskeiðið kostar 10.000 krónur á þátttakanda og verður haldið á kennslusvæði (gras) flugukast.is í Breiðholtinu.“

Þá hafa þeir félagar í flugukasti bætt við tveimur námskeiðum fyrir krakka og verða þau haldin þann 24. júlí í umfjölluninni um krakkanámskeiðin segir;

Haldin voru krakkanámskeið í vor sem vöktu mikla lukku og verður nú leikurinn endurtekinn. 5 pláss laus á hverju námskeiði og verða barnastangir frá Veiðihorninu til taks á námskeiðinu fyrir þá sem eiga ekki stangir eða langar að prófa léttari og nettari græjur en þær sem mamma og pabbi eiga Miðað er við að krakkar séu á aldrinum 10-14 ára en eldri og yngri krakkar eru einnig velkomnir. Námskeiðið kostar 8.000 kr pr. þátttakenda og er haldið á kennslusvæði flugukast.is í Breiðholtinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert