Ágætur gangur í Jöklu

92 cm lax úr Hauksstaðahorni í Jöklu í gær.
92 cm lax úr Hauksstaðahorni í Jöklu í gær. Ljósmynd/Aðsend

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiþjónustunni Strengi sem annast utanumhald á veiði í Jöklu á Jökuldal þá hefur veiði verið ágæt þar í sumar og áin komin yfir 100 laxa. Breiðdalsá hefur hins vegar lítið verið stunduð það sem af er sumri.

Fram kemur að ágætur gangur hefur verið í Jöklu og braut áin 100 laxa múrinn í gær. Smálax er farinn að veiðast en uppistaðan er vænn stórlax.

Breiðdalsá hefur verið lítið stunduð það sem af er en veiðimenn sem voru  nýlega settu í þrjá laxa í Bryggjuhyl og lönduðu tveimur og var annar þeirra 94 cm  í gær dreki.

Í fyrradag fór svo erlendur veiðimaður í ána sem aldrei hafði veitt lax áður og setti í þrjá laxa og landaði tveimur. 

Fyrsta alvöru hollið byrjar svo í Breiðdalsá á miðvikudaginn kemur.

91 cm lax úr Hólaflúð í Jöklu í gær.
91 cm lax úr Hólaflúð í Jöklu í gær. Ljósmynd/Aðsend
Bryggjuhylur í Breiðdalsá.
Bryggjuhylur í Breiðdalsá. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is