Mokveiði í Eystri-Rangá

101 cm hængur sem David Chantler veiddi á laugardaginn í …
101 cm hængur sem David Chantler veiddi á laugardaginn í Eystri-Rangá. Lax-á

Eystri-Rangá er eina laxveiðiáin þar sem veiði er virkilega góð þessa dagana og nokkuð betri en á sama tíma í fyrra. Óhætt er að tala um mokveiði þar um þessar mundir.

Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni árinnar komu 67 laxar á land þar í gær og 81 deginum þar á undan. Í dag komu svo 92 laxar á land og er „myljandi“ smálax að ganga þessa dagana í bland við þá stærri sem fyrir eru.

Heildarveiðin í kvöld fór þar með yfir 1.000 laxa og er hún fyrsta laxveiðiáin sem nær því. Heildarveiði síðasta sumar var 3.960 laxar, en veiða má á allt að 18 stangir þar á dag.

Frá Ytri-Rangá berast einnig fréttir þess efnis að veiðin hafi verið að aukast síðustu daga eftir fremur rólega byrjun. Telja menn þar eystra sig sjá merki þess að fyrstu alvörusmálaxagöngur sumarsins séu að skila sér inn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert