Fimm flugur fyrir vatnsleysið

Aðstæður í laxveiðinni eru með erfiðara móti um þessar mundir. Rigning í vikunni hressti víða upp á ástandið en víða eru laxveiðiár enn vatnslitlar. Það er því sérlega mikilvægt þessa dagana að vanda sig við árnar. Hér birtum við annað myndband frá Ólafi í Veiðihorninu og Þorsteini Joð þar sem fjallað er um nokkrar vel valdar flugur sem allir þurfa að eiga. Sjón er sögu ríkari.

Ólafur með flugurnar sem eiga áríðandi erindi í öll flugubox, …
Ólafur með flugurnar sem eiga áríðandi erindi í öll flugubox, ekki síst við þessar aðstæður sem nú ríkja. Ljósmynd/Veiðihornið
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Sogið Kristinn Örn 14. júlí 14.7.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.

Skoða meira