Sjóbleikjan mætt fyrir norðan

Falleg nýgengin og silfruð sjóbleikja úr Eyjafjarðará. Veiðimaður er Benjamín …
Falleg nýgengin og silfruð sjóbleikja úr Eyjafjarðará. Veiðimaður er Benjamín Þorri Bergsson. Ljósmynd/Aðsend

Góður gangur er í sjóbleikjuveiðinni á Norðurlandi þessa dagana. Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur gert víðreist um Eyjafjarðarsvæðið og gert hörkuveiði upp á síðkastið. Rétt fyrir helgi fór hann til veiða í Hörgá og lenti í göngu á veiðistað 5a.

„Þetta var allt silfraður fiskur og bara í þessum hyl landaði ég ríflega þrjátíu bleikjum og allt var þetta silfruð sjóbleikja nýkomin úr sjó. Sú stærsta var 61 sentimetri,“ sagði Steingrímur í samtali við Sporðaköst. Hann segir Hörgána vatnsmikla og fiskurinn hafi fyrst og fremst verið neðarlega í ánni og á óhefðbundnum stöðum, eins og gjarnan gerist þegar vatn er mikið. Mesta veiði fékk hann á flugurnar Bleika og bláa og PT.

Steingrímur Sævarr með sjóbleikju úr Ólafsfjarðará.
Steingrímur Sævarr með sjóbleikju úr Ólafsfjarðará. Ljósmynd/Aðsend

Bleikja á öllum svæðum í Eyjafjarðará

Jón Gunnar Benjamínsson, ritari Veiðifélags Eyjafjarðarár, segir veiðina ganga mjög vel þessa dagana. „Margar mjög stórar bleikjur hafa verið að fást síðustu daga og það á öllum svæðum. Það virðist vera töluvert af fiski í ánni og þetta lítur bara vel út,“ sagði Jón Gunnar í samtali við Sporðaköst.

Eyjafjarðará er þekkt fyrir stórbleikju og hafa þær látið sjá sig í sumar. Skylt er að sleppa öllum bleikjum á efri svæðum árinnar, eða svæðum þrjú til fimm. Þeir veiðimenn sem eru á þessum myndum úr Eyjafjarðará slepptu þessum fallegu bleikjum.

Bergþór Ágústsson með 76 sentimetra bleikju. Hún virðist ekki hrifin. …
Bergþór Ágústsson með 76 sentimetra bleikju. Hún virðist ekki hrifin. Þetta er ein af þessum bleikjum sem gjarnan eru kallaðar kusur sökum stærðar. Ljósmynd/Aðsend

„Nú verður bleikja í matinn“

Ólafsfjarðará er skemmtileg sjóbleikjuá og þar er sú silfraða mætt og er mikið af henni í neðri hluta árinnar. Leyfilegt er að hirða fisk úr ánni. Steingrímur Sævarr var þar við veiðar í gær og landaði nítján fiskum. Megnið af því tók á neðri hlutanum og einnig varð hann var við fisk á efri hlutanum en ekkert í líkingu við það sem var niður frá. „Hún er svo sannarlega mætt og fiskurinn er í góðum holdum. Nú verður bleikja í matinn.“  

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Sogið Kristinn Örn 14. júlí 14.7.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.

Skoða meira