Boltableikja í fyrsta kasti 

Júlía Björk með stóru bleikjuna frá því í gær.
Júlía Björk með stóru bleikjuna frá því í gær. Veiðikortið

Inn á vef Veiðikortsins er greint frá fyrstu veiðiferð 8 ára stúlku, Júlíu Björk Lárusdóttir,  í Þingvallavatni í gær.

Júlía Björk var á ferð með föður sínum og vinkonu, Emelíu Rut. Byrjuðu þau á Nautatanga og notaði Júlía flugu og flotholt. Það var strax í fyrsta kasti sem bitið var á og veiddi hún 58 cm boltableikju. 

Það kom ekki til mála hjá Júlíu að sleppa bleikjunni því hún skyldi fara á grillið og bragðaðist hún víst afskaplega vel að því er fram kemur.

Það er óhætt að segja að veiðiferillinn byrji vel hjá Júlíu sem strax er farin að vilja fara aftur til veiða.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Sogið Kristinn Örn 14. júlí 14.7.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.

Skoða meira