Boltableikja í fyrsta kasti 

Júlía Björk með stóru bleikjuna frá því í gær.
Júlía Björk með stóru bleikjuna frá því í gær. Veiðikortið

Inn á vef Veiðikortsins er greint frá fyrstu veiðiferð 8 ára stúlku, Júlíu Björk Lárusdóttir,  í Þingvallavatni í gær.

Júlía Björk var á ferð með föður sínum og vinkonu, Emelíu Rut. Byrjuðu þau á Nautatanga og notaði Júlía flugu og flotholt. Það var strax í fyrsta kasti sem bitið var á og veiddi hún 58 cm boltableikju. 

Það kom ekki til mála hjá Júlíu að sleppa bleikjunni því hún skyldi fara á grillið og bragðaðist hún víst afskaplega vel að því er fram kemur.

Það er óhætt að segja að veiðiferillinn byrji vel hjá Júlíu sem strax er farin að vilja fara aftur til veiða.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert