Efsta svæðið í Eyjafjarðará opnað

Jón Gunnar með kusuna. Hún mældist 72 sentímetrar og tók …
Jón Gunnar með kusuna. Hún mældist 72 sentímetrar og tók Krókinn númer tólf. Ljósmynd/Aðsend

Eitthvert magnaðasta bleikjusvæði á Íslandi og þó víðar væri leitað er efsta svæðið í Eyjafjarðará eða fimmta svæðið. Þetta svæði opnar síðar en neðri svæðin og hófst veiðin í gær. Svæðið er þekkt fyrir stórar bleikjur. Einn þeirra sem opnaði svæðið í gær er Jón Gunnar Benjamínsson sem er í stjórn veiðifélagsins.

Óhætt er að segja að svæðið hafi staðið undir væntingum og náði Jón Gunnar meðal annars í eina kusunum, eins og þær eru kallaðar stórbleikjurnar í Eyjafjarðará. Kusan hans Jóns Gunnars mældist 72 sentímetrar og tók hún Krókinn númer tólf. Samtals gaf fyrsta vaktin fimmtán fiska og morgunvaktin í morgun fjórtán. Mikið var af fallegri bleikju í aflanum og nokkrar á bilinu 55 til 60 sentímetrar.

Mikil ásókn var í veiðileyfi á fimmta svæði en næstu dagar eru uppseldir. Þá hefur sést töluvert af nýgenginni bleikju á neðri svæðum árinnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert