Veiðivaktin staðin alla helgina

Á meðan að vertíðinni stendur er opið alla daga sumars …
Á meðan að vertíðinni stendur er opið alla daga sumars til loka september. Það er bara þjóðhátíðardagurinn, 17. júní sem er undantekning. Þau María og Óli verða á gólfinu alla helgina. Ljósmynd/Veiðihornið

„Laxar og silungar hafa ekki hugmynd um Verslunarmannahelgina. Þess vegna erum við með opið alla helgina,“ sagði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu í samtali við Sporðaköst. Þetta hafa þau Óli og María gert í yfir tvo áratugi samfleytt, eða síðan 1998. Þannig að þetta er tuttugasta og annað árið í röð.

„Við erum með opið alla daga sumars til loka september. Eini dagurinn sem við lokum er 17. júní. Annars alltaf opið.“

Óli segir að í þessum geira snúist þetta allt um þjónustustigið. Þegar opnunartíma lýkur þá er hringiflutningur í farsíma þeirra hjóna. „Við höfum stundum fengið símtöl býsna seint á kvöldin. Eitt skiptið var hringt um miðnætti og ég svaraði Veiðihornið, góða kvöldið. Það varð smá þögn og hik á hinum endanum og svo var spurt. „Er opið?“ Ég svaraði; þú hringdir.“ Hann hlær.

Hann segir að oft sé mjög mikið að gera einmitt um Verslunarmannahelgina. Það er jú besti tíminn í veiðinni runninn upp.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.

Skoða meira