Sums staðar ekki alslæmt

Ensk veiðikona međ lax úr Öskumelshyl í Hofsá í gærkvöldi.
Ensk veiðikona međ lax úr Öskumelshyl í Hofsá í gærkvöldi. Ljósmynd/Aðsend

Vikulegur listi Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði í ám landsins var birtur í nótt. Samkvæmt honum er Eystri-Rangá eins og undanfarið langefst af ánum hvað heildarveiði varðar og munar talsverðu miðað við næsta veiðisvæði þar á eftir. Veiði er mjög dræm víðast hvar og í öllum ánum er veiði minni en í fyrra og sums staðar einungis 1/6 af veiðinni frá því sumarið 2018. Á nokkrum veiðisvæðum má þó finna ljós í myrkrinu, einkum á norðausturhluta landsins.

Eystri-Rangá er ein af undantekningunum hvað þetta varðar og er komin í 1.823 laxa og er það er 1.029 löxum meira en Selá í Vopnafirði sem er komin í annað sætið með 794 laxa. Þá er Ytri-Rangá í þriðja sætinu skammt frá með 777 laxa, en þar hefur veiðin verið talsvert undir væntingum í sumar.

Veiðin heilt yfir landið er almennt döpur og virðist sem árnar í Vopnafirði, Þistilfirði og Sléttu séu þær einu sem eru nálægt meðalveiði síðustu ára og eru ljósið í myrkrinu hvað þetta varðar. 

Margar þekktar laxveiðiár eins og Norðurá, Langá og Laxá í Aðaldal komast ekki inn á þennan topp 10 lista.

Hér listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.

1. Eystri-Rangá 1.823 laxar – vikuveiði 474 laxar (2.002 laxar á sama tíma 2018)

2. Selá í Vopnafirði 794 laxar – vikuveiði 188 laxar ( 863 laxar á sama tíma 2018)

3. Ytri-Rangá 777 laxar – vikuveiði 149 laxar (1.892 á sama tíma 2018)

4. Miðfjarðará 767 laxar – vikuveiði 120 laxar (1.682 á sama tíma 2018)

5. Urriðafoss í Þjórsá 705 laxar – vikuveiði 25 laxar (1.095 laxar á sama tíma 2018)

6. Blanda 541 lax – vikuveiði 61 lax (832 lax á sama tíma 2018)

7. Þverá/Kjarrá 470 laxar – vikuveiði 69 laxar (2.111 laxar á sama tíma 2018)

8. Hofsá í Vopnafirði 392 laxar – vikuveiði 62 laxar (444 laxar á sama tíma 2018)

9. Elliðaárnar 390 laxar – vikuveiði 39 laxar (756 laxar á sama tíma 2018)

10. Laxá á Ásum 358 laxar – vikuveiði 83 laxar (467 laxar á sama tíma 2018)

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert