Frekar rólegt í Veiðivötnum

9,4 punda urriði úr Rauðagýg fyrr í sumar.
9,4 punda urriði úr Rauðagýg fyrr í sumar. Bryndís Magnúsdóttir

Miklir sumarhitar voru í síðustu viku á hálendinu við Veiðivötn og dró þá talsvert úr veiði í grynnri vötnunum en var hún skárri í þeim dýpri.

Fram kemur í vikuyfirlit Veiðifélags Landmannaafréttar að mikið hafi dregið úr veiði í Litlasjó frá því sem var í fyrstu vikunum en hann er fremur grunnur og hitnar mikið í sumarhitunum og í langvarandi stillum og verður fyrir vikið minna um súrefni í vatninu. Fiskurinn leitar þá út á dýpið í leit að kaldara vatni og því erfiðara að ná til hans. 

Í þessari sjöundu viku veiddust 1897 fiskar, 615 urriðar og 1282 bleikjur. Flestir fiskar veiddust í Snjóölduvatni, 615 og en aðeins 142 fengust í Litlasjó sem þykir óvanalega lítil veiði. Hástökkvari vikunnar er Grænavatn en þar sem veiddust 165 vænir urriðar

Heildarveiðin úr Veiðivötnum er komin í 18.415 fiska, sem skiptist í 8266 urriðar og 10.149 bleikjur.  Snjóölduvatni hefur gefið 5393 fiska og þar á eftir kemur Litlasjór með 3764 fiska.

Þyngsti fiskurinn er 13,2 punda urriði úr Hraunvötnum sem kom á land í fyrstu viku. Þá hefur komið 12,6 punda urriði úr Skálavatni, 11 punda úr Grænavatni og 10 punda úr Litlasjó. Meðalþyngd afla úr vötnunum er nú 1,3 pund en mesta meðalþyngd er úr Grænavatni 2,9 pund. Einnig er góð meðalþyngd úr Ónýtavatni fremra, Arnarpolli, Hraunvötnum og Litlasjó.

Nánar má kynna sér þessa samantekt hér.

10 punda fiskur úr Grænavatni fyrr í sumar.
10 punda fiskur úr Grænavatni fyrr í sumar. Bryndís Magnúsdóttir
Góð veiði úr Litlasjó fyrr í sumar.
Góð veiði úr Litlasjó fyrr í sumar. Jóhann Guðmundsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira