Stærsti lax sumarsins veiddist í dag

Ingvi Örn Ingvason lukkulegur með 110 sentimetra lax af Hólmavaðsstíflu. …
Ingvi Örn Ingvason lukkulegur með 110 sentimetra lax af Hólmavaðsstíflu. Þetta er stærsti lax sumarsins, enn sem komið er. Ljósmynd/Aðsend

Stærsti lax sumarsins veiddist í dag á því rómaða stórlaxasvæði Nesi í Laxá í Aðaldal. Fiskurinn mældist 110 sentimetrar að lengd og 56 sentimetrar að ummáli. Hann er talinn vera 31 pund. Hinn lukkulegi veiðimaður er Ingvi Örn Ingvason og leiðsögumaðurinn hans var Ari Hermóður Jafetsson. Fiskurinn veiddist á þeim þekkta veiðistað Hólmavaðsstíflu og tók hann þyngdan Sunray shadow.

Á Facebook-síðu sinni lýsir Ingvi Örn upplifuninni og lýkur þeirri lýsingu með orðunum; „Hversu magnað! Lífið er yndislegt.“

Þessi síðdegisvakt í Nesi í Laxá var hreint út sagt mögnuð. „Mesta stórlaxavakt sumarsins,“ sagði Árni Pétur Hilmarsson rekstrarstjóri Nessvæðisins í samtali við Sporðaköst í kvöld.

Á kvöldvaktinni veiddust 93 sentimetra lax, einn 96 og hundrað sentimetra fiskur og svo risalaxinn sem mældist 110 sentimetrar og mælist 31 pund samkvæmt þeim kvarða sem Nesmenn styðjast við.

Selá yfir þúsund laxa

Virkilega góð veiði er í Selá þessa dagana og fór áin yfir þúsund laxa á kvöldvaktinni í kvöld. Er hún fyrsta náttúrulega laxveiðiáin sem brýtur þann múr. Heildartalan í kvöld fór í 1.002 laxa.

Jón Þór Ólason formaður SVFR náði einum hundrað sentimetra í …
Jón Þór Ólason formaður SVFR náði einum hundrað sentimetra í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.

Skoða meira