Lítil breyting á lista vikunnar

Gunnar Jónsson frá Akureyri međ 99 cm hæng úr Helguhyl ...
Gunnar Jónsson frá Akureyri međ 99 cm hæng úr Helguhyl í Skjálfandafljóti fyrir nokkrum dögum. Sá stóri tók þýska Snældu. Guðmundur Gunnarsson

Vikulegur listi Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði í ám landsins var birtur seint í gærkvöldi og gildir fyrir vikuna 8. til 14. ágúst. Samkvæmt honum er Eystri-Rangá eins og undanfarið langefst af ánum hvað heildarveiði varðar og er komin yfir 2.000 laxa múrinn og munar rúmum helmingi á næsta veiðisvæði þar á eftir sem er Selá í Vopnafirði sem fór yfir 1.000 laxa í kvöld. 

Þá eru Ytri-Rangá og Miðfjarðará í þriðja og fjórða sætinu skammt frá og eiga örfáa laxa í að ná þúsund laxa múrnum.

Margar þekktar laxveiðiár eins og Laxá í Kjós, Norðurá, Langá og Laxá í Aðaldal komast ekki inn á þennan topp 10 lista og er best lýsandi fyrir ástandið á þeim bæjum.

Hér er listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.

1. Eystri-Rangá 2.316 laxar – vikuveiði 493 laxar (2.651 lax á sama tíma 2018)

2. Selá í Vopnafirði 1.002 laxar – vikuveiði 208 laxar ( 1.029 laxar á sama tíma 2018)

3. Ytri-Rangá 994 laxar – vikuveiði 217 laxar (2.288 á sama tíma 2018)

4. Miðfjarðará 984 laxar – vikuveiði 217 laxar (1.863 á sama tíma 2018)

5. Urriðafoss í Þjórsá 715 laxar – vikuveiði 10 laxar (1.139 á sama tíma 2018) 

6. Blanda 561 lax – vikuveiði 20 laxar (848 laxar á sama tíma 2018)

7. Þverá/Kjarrá 532 laxar – vikuveiði 62 laxar (2.202 laxar á sama tíma 2018)

8. Laxá á Ásum 503 laxar – vikuveiði 144 laxar (522 laxar á sama tíma 2018)

9. Hofsá í Vopnafirði 460 laxar – vikuveiði 68 laxar (505 laxar á sama tíma 2018)

10. Haffjarðará 435 laxar – vikuveiði 87 laxar (1.287 laxar á sama tíma 2018)

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér

mbl.is