Lítil breyting á lista vikunnar

Gunnar Jónsson frá Akureyri međ 99 cm hæng úr Helguhyl …
Gunnar Jónsson frá Akureyri međ 99 cm hæng úr Helguhyl í Skjálfandafljóti fyrir nokkrum dögum. Sá stóri tók þýska Snældu. Guðmundur Gunnarsson

Vikulegur listi Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði í ám landsins var birtur seint í gærkvöldi og gildir fyrir vikuna 8. til 14. ágúst. Samkvæmt honum er Eystri-Rangá eins og undanfarið langefst af ánum hvað heildarveiði varðar og er komin yfir 2.000 laxa múrinn og munar rúmum helmingi á næsta veiðisvæði þar á eftir sem er Selá í Vopnafirði sem fór yfir 1.000 laxa í kvöld. 

Þá eru Ytri-Rangá og Miðfjarðará í þriðja og fjórða sætinu skammt frá og eiga örfáa laxa í að ná þúsund laxa múrnum.

Margar þekktar laxveiðiár eins og Laxá í Kjós, Norðurá, Langá og Laxá í Aðaldal komast ekki inn á þennan topp 10 lista og er best lýsandi fyrir ástandið á þeim bæjum.

Hér er listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.

1. Eystri-Rangá 2.316 laxar – vikuveiði 493 laxar (2.651 lax á sama tíma 2018)

2. Selá í Vopnafirði 1.002 laxar – vikuveiði 208 laxar ( 1.029 laxar á sama tíma 2018)

3. Ytri-Rangá 994 laxar – vikuveiði 217 laxar (2.288 á sama tíma 2018)

4. Miðfjarðará 984 laxar – vikuveiði 217 laxar (1.863 á sama tíma 2018)

5. Urriðafoss í Þjórsá 715 laxar – vikuveiði 10 laxar (1.139 á sama tíma 2018) 

6. Blanda 561 lax – vikuveiði 20 laxar (848 laxar á sama tíma 2018)

7. Þverá/Kjarrá 532 laxar – vikuveiði 62 laxar (2.202 laxar á sama tíma 2018)

8. Laxá á Ásum 503 laxar – vikuveiði 144 laxar (522 laxar á sama tíma 2018)

9. Hofsá í Vopnafirði 460 laxar – vikuveiði 68 laxar (505 laxar á sama tíma 2018)

10. Haffjarðará 435 laxar – vikuveiði 87 laxar (1.287 laxar á sama tíma 2018)

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.

Skoða meira