Risi á land úr Ölfusá

Stórlaxinn í höndum veiðimannsins við Ölfusá í gær.
Stórlaxinn í höndum veiðimannsins við Ölfusá í gær. svfs

Í gær veiddist sannkallaður stórlax úr Ölfusá, á svæði Stangveiðifèlags Selfoss og er þetta með stærstu löxum sumarsins á landinu.

Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins en sá stóri kom á land úr Víkinni svokõlluðu og reyndist vera 105 cm langur.

Veiddist fiskurinn á flugu og var sleppt aftur að viðureign lokinni. Fékk veiðimaðurinn aðstoð heimamanna við löndunina sem tóku einnig myndir af viðureigninni.

Þessu til viðbótar landaði veiðimaðurinn 66 og 70 cm löxum úr Víkinni og var þeim einnig sleppt. Fram kom að laxarnir hafi verið bjartir og því ekki búnir að vera lengi í ánni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.

Skoða meira