Ótúlega mögnuð veiðimynd

Túnhylur í Vesturá í Miðfirði. Lax hefur tekið fluguna og ...
Túnhylur í Vesturá í Miðfirði. Lax hefur tekið fluguna og í hylnum sést gríðarmikil laxatorfa. Ljósmynd/Alejandro Martello

Alejandro Martello sem verið hefur mörg ár í Miðfjarðará tók virkilega magnaða veiðimynd í lok júlí. Á myndinni er erlendur veiðimaður búinn að setja í stóran hæng í Túnhyl í Vesturá í Miðfirði. Túnhylur er þekktur fyrir að geyma ótrúlegt magn af laxi á hverju ári og oft er hann í lögum, bæði fyrir neðan brúna og og ofan. 

Þegar Alejandro tók myndina var hann uppi á brúnni sem liggur yfir Túnhyl. Veiðimaðurinn var að strippa smáflugu yfir hylinn og á myndinni eru átökin í fullum gangi. Þessi fiskur var ekki mældur því að hann lak af eftir nokkurn tíma.

Það sem gerir myndina enn magnaðri er allur fiskurinn sem er á fleygiferð neðst á myndinni og skipta þeir laxar tugum. Nú er enn fleiri laxar sestir að í hylnum, sem svo sannarlega er bunkaður af fiski.

mbl.is