Ótúlega mögnuð veiðimynd

Túnhylur í Vesturá í Miðfirði. Lax hefur tekið fluguna og …
Túnhylur í Vesturá í Miðfirði. Lax hefur tekið fluguna og í hylnum sést gríðarmikil laxatorfa. Ljósmynd/Alejandro Martello

Alejandro Martello sem verið hefur mörg ár í Miðfjarðará tók virkilega magnaða veiðimynd í lok júlí. Á myndinni er erlendur veiðimaður búinn að setja í stóran hæng í Túnhyl í Vesturá í Miðfirði. Túnhylur er þekktur fyrir að geyma ótrúlegt magn af laxi á hverju ári og oft er hann í lögum, bæði fyrir neðan brúna og og ofan. 

Þegar Alejandro tók myndina var hann uppi á brúnni sem liggur yfir Túnhyl. Veiðimaðurinn var að strippa smáflugu yfir hylinn og á myndinni eru átökin í fullum gangi. Þessi fiskur var ekki mældur því að hann lak af eftir nokkurn tíma.

Það sem gerir myndina enn magnaðri er allur fiskurinn sem er á fleygiferð neðst á myndinni og skipta þeir laxar tugum. Nú er enn fleiri laxar sestir að í hylnum, sem svo sannarlega er bunkaður af fiski.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert