Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum

Leginn risahængur úr gljúfrunum í Austurá í Miðfirði frá því …
Leginn risahængur úr gljúfrunum í Austurá í Miðfirði frá því í gærmorgun. Ljósmynd/Aðsend

Vikulegur listi Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði í ám landsins var birtur seint í gærkvöldi og gildir fyrir vikuna 14. til 21. ágúst. Eins og verið hefur í allt sumar er Eystri-Rangá langefst af ánum hvað heildarveiði varðar. Selá í Vopnafirði, Ytri-Rangá og Miðfjarðará eru í næstu sætum og munar talsvert litlu á þeim.

Ástandið hefur lítið lagast á Vesturlandi og veiði þar almennt döpur og margar þekktar veiðiár neðarlega á þessum lista. Engin af veiðiánum í 10 efstu sætunum eru með betri veiði en á sama tíma í fyrra nema Selá.

Hér er listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.

1. Eystri-Rangá 2.556 laxar – vikuveiði 240 laxar (3.060 laxar á sama tíma 2018)

2. Selá í Vopnafirði 1.167 laxar – vikuveiði 165 laxar ( 1.111 laxar á sama tíma 2018)

3. Ytri-Rangá 1.106 laxar – vikuveiði 112 laxar (2.556 á sama tíma 2018)

4. Miðfjarðará 1.091 lax – vikuveiði 105 laxar (2.039 á sama tíma 2018)

5. Urriðafoss í Þjórsá 729 laxar – vikuveiði 14 laxar (1.211 á sama tíma 2018) 

6.  Þverá/Kjarrá 651 lax – vikuveiði 119 laxar (2.271 lax á sama tíma 2018)

7. Laxá á Ásum 566 laxar – vikuveiði 64 laxar (565 laxar á sama tíma 2018)

8. Blanda 572 lax – vikuveiði 11 laxar  (852 laxar á sama tíma 2018)

9. Hofsá í Vopnafirði 533 laxar – vikuveiði 73 laxar (570 laxar á sama tíma 2018)

10. Haffjarðará 487 laxar – vikuveiði 42 laxar (1.353 laxar á sama tíma 2018)

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.

Skoða meira