Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum

Leginn risahængur úr gljúfrunum í Austurá í Miðfirði frá því ...
Leginn risahængur úr gljúfrunum í Austurá í Miðfirði frá því í gærmorgun. Ljósmynd/Aðsend

Vikulegur listi Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði í ám landsins var birtur seint í gærkvöldi og gildir fyrir vikuna 14. til 21. ágúst. Eins og verið hefur í allt sumar er Eystri-Rangá langefst af ánum hvað heildarveiði varðar. Selá í Vopnafirði, Ytri-Rangá og Miðfjarðará eru í næstu sætum og munar talsvert litlu á þeim.

Ástandið hefur lítið lagast á Vesturlandi og veiði þar almennt döpur og margar þekktar veiðiár neðarlega á þessum lista. Engin af veiðiánum í 10 efstu sætunum eru með betri veiði en á sama tíma í fyrra nema Selá.

Hér er listinn yfir 10 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.

1. Eystri-Rangá 2.556 laxar – vikuveiði 240 laxar (3.060 laxar á sama tíma 2018)

2. Selá í Vopnafirði 1.167 laxar – vikuveiði 165 laxar ( 1.111 laxar á sama tíma 2018)

3. Ytri-Rangá 1.106 laxar – vikuveiði 112 laxar (2.556 á sama tíma 2018)

4. Miðfjarðará 1.091 lax – vikuveiði 105 laxar (2.039 á sama tíma 2018)

5. Urriðafoss í Þjórsá 729 laxar – vikuveiði 14 laxar (1.211 á sama tíma 2018) 

6.  Þverá/Kjarrá 651 lax – vikuveiði 119 laxar (2.271 lax á sama tíma 2018)

7. Laxá á Ásum 566 laxar – vikuveiði 64 laxar (565 laxar á sama tíma 2018)

8. Blanda 572 lax – vikuveiði 11 laxar  (852 laxar á sama tíma 2018)

9. Hofsá í Vopnafirði 533 laxar – vikuveiði 73 laxar (570 laxar á sama tíma 2018)

10. Haffjarðará 487 laxar – vikuveiði 42 laxar (1.353 laxar á sama tíma 2018)

Nánar má kynna sér þessar upplýsingar hér

mbl.is