„Hugsa að þetta sé innan við 50 prósent“

Veiðimaður togast á við stórlax í hinum tilkomumikla veiðistað Fossi …
Veiðimaður togast á við stórlax í hinum tilkomumikla veiðistað Fossi 2 efst í Hofsá í Vopnafirði. mbl.is/Einar Falur

„Þetta eru hálfgerðar hamfarir,“ segir Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, en hann hefur árum saman vaktað veiðiárnar á Vesturlandi, á því svæði sem hvað verst hefur farið út úr lélegum laxagöngum að viðbættum einstökum þurrkum í sumar.

„Ég hef aldrei séð svona ástand og hef þó verið lengi við. Sá fiskur sem hefur komist inn í árnar hér í Borgarfirði liggur á örfáum stöðum og svo hefur hitinn verið svo mikill að hann lítur illa við agni.“

Þegar blaðamaður Morgunblaðsins spyr hvort laxagöngur á vestanverðu landinu séu ekki bara þrjátíu til fimmtíu prósent af meðaltali síðustu ára samþykkir Sigurður það.

„Ég hugsa að þetta sé innan við 50 prósent. Gegnum teljara í Skuggafossi í Langá hafa nú gengið um 1.200 laxar en hafa oft undanfarin ár verið yfir 2.200. Svo hefur veiðst illa það sem hefur gengið upp fyrir. Í Glanna í Norðurá eru ekki komnir nema 400 til 500 laxar upp fyrir en hafa gengið 1.500 til 2.000, og allt að 4.000. Þetta er mjög lítið. Við bætist að ár hafa sumar verið ófærar vegna þurrka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.

Skoða meira