Grunur um netaveiði í Elliðaánum

Netin voru kyrfilega fallin undir spítnabraki í trjálundinum.
Netin voru kyrfilega fallin undir spítnabraki í trjálundinum. Ásgeir Heiðar

Ásgeir Heiðar veiðivörður við Elliðaárnar gekk fram á ljót ummerki um hugsanlegan veiðiþjófnað við Hundasteina fyrr í dag.

Í stuttu spjalli við Ásgeir kom fram að hann hefði fundið heilt troll af þorskaneti í trjálundi skammt við veiðistaðinn Hundasteina. Voru þau kyrfilega fallin undir timburbretti og spýtnabraki talsvert úr alfaraleið.  Hundasteinar eru við göngubrúnna skammt frá Árbæjarsundlauginni og einn besti veiðistaður árinnar.

Ásgeir kvaðst ekki vita til þess að netið hafi verið notað við veiðiþjófnað úr ánum, en hvers vegna það var fallið á þessum stað vekja upp spurningar um tilganginn.  Hugsanlega væri um þýfi að ræða. Aðspurður sagðist hann ekki vita til þess að laxar með netaförum hefðu veiðst í ánni í sumar og því óvíst hvort netið hafi nokkurn tímann verið notað.

Mikið væri hins vegar um veiðiþjófnað og hefði hann á tímabili haft afskipti af mönnum einu sinni til tvisvar á dag og hefðu þeir þá aðallega verið að veiða á stöng í ósnum eða í Höfuðhyl sem er efsti veiðistaðurinn upp við Elliðavatn. Stundum hefði lögreglan verið kvödd til ef menn hefðu metið brotið alvarlegt.

Aðspurður almennt um veiðina í sumar sagði Ásger að hún væri um helmingi minni en á sama tíma í fyrra.  Þó væru rúmlega 1000 laxar væru þó gegnir í gegnum teljarann sem ætti að væri nóg til að halda veiðimönnum á tánum. Það væri þó heldur minna komið í gegnum teljarann enn á sama tíma og í fyrra. 

Menn hefðu lengi beðið eftir þeim veðurbreytingum sem urðu í dag með mikilli rigningu og hugsanlega myndi veiðin aukast í kjölfarið.  Það er annars búið að vera mikið stórfiskasumar í Elliðaánum þetta sumarið sem væri óvanalegt.  Rúmlega 30 fiskar yfir 70 cm eru komnir á land og fyrir nokkrum dögum veiddist 95 cm á Hrauninu sem er stærsti fiskur sumarsins.

Netatrossurnar við Hundasteina fyrr í dag.
Netatrossurnar við Hundasteina fyrr í dag. Ásgeir Heiðar
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert