Næst stærsti lax sumarsins

Johnny með stórlaxinn. 109 sentímetra hængur veiddur í Presthyl. Þetta ...
Johnny með stórlaxinn. 109 sentímetra hængur veiddur í Presthyl. Þetta er annar laxinn sem hann landar á ævinni, en maríulaxinn kom í hús í gær. Leiðsögumaður var Krauni. Ljósmynd/Krauni

Næst stærsti lax sumarsins, til þessa veiddist í morgun á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Það var Johnny Leadsom sem setti í fiskinn með dyggri aðstoð Björgvins Krauna Viðarssonar, leiðsögumanns. Fiskurinn mældist 109 sentímetrar og umgjörð 54 sentímetrar. Þessi mikli fiskur tók í Presthyl, sem er annálaður stórlaxastaður eins og raunar margir veiðistæðir á Nessvæðinu.

Í samtali við Sporðaköst sagði Krauni að þetta hefði verið svakalega flottur fiskur. „Þetta er sá stærsti sem ég gædað í og veiðimanninum gekk illa að halda á honum, hann var svo stór. Við mælum hann 29 ensk pund.“

„Við höfðum orðið varir við fisk í Presthyl og ég var að veiða af bát. Krauni vildi færa okkur aðeins nær landi og í þriðja kasti tók hjá mér lax. Hann strekkti í og rauk svo af stað af svaka krafti. Eftir nokkra stund tók fiskurinn enn eina rokuna sjálfsagt einhverja fimmtíu metra og sneri sér svo á hliðina og þá sáum hvað hvers konar skepna þetta var í raun og veru,“ sagði Johnny í samtali við Sporðaköst.

Flugan sem stóri hængurinn tók var lítil Sunray Shadow. Johnny viðurkennir að hann hafi verið mjög stressaður á lokamínútunum þegar Krauni var að gera sig kláran að háfa fiskinn. „Við áttuðum okkur á strax í upphafi að þetta væri góður fiskur en hann reyndist töluvert stærri en við reiknuðum með. Síðustu andartökin var ég á nálum hvort við myndum landa honum eða ekki og hvort taumurinn myndi halda,“ viðurkennir Johnny.

Ingvi Örn Ingvason lukkulegur með 110 sentímetra lax af Hólmavaðsstíflu, ...
Ingvi Örn Ingvason lukkulegur með 110 sentímetra lax af Hólmavaðsstíflu, fyrr í ágúst. Þetta er stærsti lax sumarsins, enn sem komið er. Ljósmynd/Aðsend

Þetta er annar laxinn sem hann veiðir á ævinni. Þann fyrri veiddi hann í gær og var það sextíu sentímetra smálax, einnig á Nessvæðinu. Þetta er í annað skiptið sem Johnny kemur til Íslands að veiða lax. Í fyrri ferðinni fyrir þremur árum fór hann heim fisklaus, en nú fer hann heim með silfurnælu frá Nessvæðinu sem staðfesting á að hann hafi landað fiski yfir tuttugu pund.

Stærsti lax sumarsins veiddist einnig á Nesveiðum fyrr í sumar og mældist hann 110 sentímetrar. Þá hefur einnig komið á land 107 sentímetra lax og enn sem fyrr stendur Nes undir nafni sem mesta stórlaxasvæði Íslands.

mbl.is