Tungulækurinn byrjar vel

Opnunarhollið í Tungulæk gerði ágæta veiði. Tuttugu fiskar komu á …
Opnunarhollið í Tungulæk gerði ágæta veiði. Tuttugu fiskar komu á land. Hér er erlendur veiðimaður með einn af þeim. Ljósmynd/Strengur

Fyrsta hollið í Tungulæk landaði tuttugu fiskum á tveimur dögum. Tungulækur er ein af nafntoguðustu sjóbirtingsám landsins og eins og flestar þeirra er hún í Vestur-Skaftafellssýslu. Tungulækur rennur út í Skaftá nokkru neðan við Kirkjubæjarklaustur.

Ingólfur Helgason hjá Veiðiklúbbnum Streng sem annast sölu veiðileyfa í Tungulækinn segir mikið gengið af fiski í lækinn og mest sé af honum á Breiðunni sem er einn efsti veiðistaðurinn í Tungulæk.

Fiskarnir sem veiddust í opnunarhollinu voru vel haldnir og sagði Ingólfur í samtali við Sporðaköst að mjög gott hlutfall hefði verið af stórum fiski. Nú fer að fara í hönd besti sjóbirtingstíminn og þá bætist fljótt í fjöldann í Tungulæk og fiskur dreifist betur.

Nýtt og glæsilegt veiðihús var tekið í notkun við Tungulæk í sumar.

Veiðitímabilinu er skipt í tvennt eins og í flestum sjóbirtingsám. Fyrra tímabilið er vorveiði sem hefst í byrjun apríl og stendur fram í miðjan maí. Haustveiðin hefst svo 1. september og lokadagur er 20. október. Veitt er á þrjár stangir í Tungulæk.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert