Anísgæs og BBQ-chiligæs frá Silla

Það er uppskerutími. Gæs, sjóbirtingur, hreindýr, svartfugl og stutt í rjúpu. Þessa ljúffengu villibráð er hægt að matreiða og meðhöndla með svo margvíslegum hætti að uppskriftirnar eru óteljandi. Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur eins og hann kallar sig, mætti í Veiðihornið í Síðumúla og kynnti nýjungar í meðhöndlun á gæs.

Silli skýtur mikið magn af gæs á hverju hausti og vinnur úr henni allt milli himins og jarðar. Þannig er gæsakæfan hans rómuð og sama má segja um anísgæsina.

Hann hefur gert tilraunir með gæsapylsur og -hamborgara.

Það þótti mörgum sem heimsóttu verslunina skemmtilegt að fá að smakka framandi rétti og við hæfi í skotveiðideildinni að geta smakkað lokaafurð. En sjón er sögu ríkari.

mbl.is