Stærsti lax úr Grímsá í 20 ár

Sigurður Veigar Bjarnason með stórlaxinn úr Grímsá. Þetta er stærsti …
Sigurður Veigar Bjarnason með stórlaxinn úr Grímsá. Þetta er stærsti lax sem hefur veiðst þar á þessari öld og þarf að fara lengra aftur. Þetta er enn ein staðfestingin á því að stórlaxinn er að koma aftur á Vesturlandi. Ljósmynd/GP

Stærsti lax sem veiðst hefur í Grímsá kom á land í kvöld úr einum af efstu veiðistöðum árinnar, Oddstaðafljóti. Fiskurinn mældist 101 sentímetri og tók hann rauða Frances með kón. Veiðimaður var Sigurður Veigar Bjarnason og var hann að koma í fyrsta skipti í Grímsá. „Ég var búinn að vera þarna í rúma tvo tíma þegar ég setti í þennan lax. Ég var í tæpan hálftíma að slást við hann og þetta er fyrsti laxinn sem ég veiði í fjögur ár og í fyrsta skipti sem ég hef strandað fiski,“ sagði skælbrosandi veiðimaður í samtali við Sporðaköst í kvöld.

Jón Þór Júlíusson, framkvæmdastjóri Hreggnasa ehf., sem hefur haft Grímsá á leigu frá árinu 2004, staðfesti að þetta væri stærsti laxinn úr ánni í meira en tvo áratugi. „Við höfum verið að sjá þessa fiska síðustu ár en ekki tekist að setja í þá. Þetta er afskaplega ánægjulegur múr að brjóta og staðfestir að stórlaxinn er að koma aftur á Vesturlandið.“

Jón Ólafur Sigurjónsson með stórlaxinn úr Faxaholu. Fjórði laxinn yfir …
Jón Ólafur Sigurjónsson með stórlaxinn úr Faxaholu. Fjórði laxinn yfir 20 pund í Víðidal á innan við viku. Ljósmynd/GÖB

Enn einn 104 cm úr Víðidal

Jón Ólafur Sigurjónsson landaði í gær enn einum 104 sentímetra laxi úr Víðidalsá og það á Dentist-túbu. Fiskurinn veiddist í Faxaholu og var Jón Ólafur um hálftíma að landa honum. Í samtali við Sporðaköst sagði hann að þetta hefði byrjað mjög fínt en á endanum fór hann niður og sótti hann. Jón Ólafur er tannlæknir og túban því við hæfi. „Ég var búinn að raða nokkrum flugum á hann, byrjaði á hitch. Fór svo að þyngja. Náði í sexu sem á er Stillwater, glær hægsökkvandi lína. Nota hana oft í miklu vatni eins og áin er núna.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira