Þverá/Kjarrá komnar yfir þúsund laxa

Veiðimaður togast á við stórlax í hinum tilkomumikla veiðistað Fossi …
Veiðimaður togast á við stórlax í hinum tilkomumikla veiðistað Fossi 2 efst í Hofsá í Vopnafirði. mbl.is/Einar Falur

Vikulegar veiðitölur bera merki haustsins. Víða hefur dregið úr veiði þrátt fyrir að eitt og eitt skot komi hér og þar. Það sem vekur mesta athygli er að Þverá/Kjarrá er fimmta áin í sumar sem fer yfir þúsund laxa. Heildarveiðin í gærkvöldi var 1.025 laxar. Það er Landssamband veiðifélaga sem tekur tölurnar saman og birtast þá á vefnum angling.is.

Annars hefur röð lítið breyst og efst trónir Eystri-Rangá. Þaðan höfðu ekki borist tölur fyrir síðustu viku. Ytri-Rangá er í öðru sæti með 1.473 laxa. Þá kemur Miðfjarðará með 1.420 fiska. Selá í Vopnafirði er skammt undan, en hafði ekki skilað tölum fyrir síðustu viku þegar þetta er skrifað.

Þverá/Kjarrá er í fimmta sæti með 1.025 laxa og er þar með fimmta áin sem fer í fjögurra stafa tölu. Væntanlega verða þær ekki fleiri í ár.

Urriðafoss í Þjórsá er í sjötta sæti með 746 laxa, en þar hefur veiði verið afar dræm síðari hluta sumars.

Landsliðskokkurinn Axel Björn Clausen með stærsta lax sem veiðst hefur …
Landsliðskokkurinn Axel Björn Clausen með stærsta lax sem veiðst hefur í Víðidalsá í sumar. 104 sentímetrar og tók í Dalsárósi. Tveir jafn langir veiddust svo í vikunni. Ljósmynd/JH

Laxá á Ásum er næst með 721 lax og hefur veiðin þar í sumar verið betri en í fyrra. Hofsá í Vopnafirði er í áttunda sæti með 642 laxa og skammt undan eru Blanda og Haffjarðará, báðar komnar yfir 600 laxa.

Síðasta vika einkenndist fyrst og fremst af fréttum af stórlöxum. Grímsá sá sína fyrstu 100 sentímetra fiska í tvo áratugi og fjórir slíkir veiddust í Víðidalsá í vikunni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert