Skemmtilegar myndir streyma inn

Þessi lax tók fluguna Undertaker og það er eitthvað svo …
Þessi lax tók fluguna Undertaker og það er eitthvað svo viðeigandi þegar þessi mynd af Róberti Rúnarssyni er skoðuð. Ljósmyndari/Róbert Rúnarsson

Viðtökurnar í ljósmyndasamkeppni Sporðakasta og Veiðihornsins um bestu veiðimynd sumarsins hafa verið frábærar. Inn hafa streymt myndir af alls konar. Skemmtilegar, skrítnar og stórkostlegar. Veiðifólk tók vel við sér enda er vinningurinn frá Veiðihorninu í Síðumúla ekki af verri endanum. Sage X stöng að verðmæti kr. 129.900.

Við birtum hér tvær myndir sem gefa tóninn og eru akkúrat það sem gerir þetta sport svo skemmtilegt. Skilafrestur er til 10. október, svo nægur tími er til stefnu. Myndir þarf að senda á netfangið eggertskula@mbl.is og eru þær þá sjálfkrafa komnar í pottinn. Veiðihornið áskilur sér rétt til að nýta myndirnar í næsta tímarit, sem kemur út í vor undir nafninu „Veiði 2020“.

Endilega muna að greina frá nafni veiðimanns og tilgreina hvar og hvenær myndin var tekin. Nokkrar góðar sögur hafa fylgt með sumum myndunum og munum við gera okkur mat úr þeim.

Hér er gleðin allsráðandi hjá veiðimanni með urriða úr Fossá.
Hér er gleðin allsráðandi hjá veiðimanni með urriða úr Fossá. Ljósmynd/Sigurþór Einarsson

Fyrri myndin sem við birtum hér er mynd af Róberti Rúnarssyni með 76 sentímetra lax sem tók fluguna Undertaker í veiðistaðnum Skrúð í Miðfjarðará í Bakkaflóa 5. júlí í sumar. Nafn flugunnar á sérlega vel við þegar þessi mynd er skoðuð. Þarna er veiðimaður að fylgjast grannt með hvernig slepping gengur. Höfundur er jafnframt viðfangsefnið, eða Róbert Rúnarsson.

Síðari myndin sýnir veiðimann sem er hreint út sagt afar kátur. Jafnvel ofsakátur með fallegan urriða sem veiddist í Fossá. Höfundur myndar er Sigurþór Einarsson.

Haldið áfram að senda inn myndir og sögur og við munum birta reglulega eins margar og kostur er.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.

Skoða meira