Laxinn mætti á mánudag

Erlend veiðikona með fyrsta lax sumarsins úr Sandá. Þessi veiddist …
Erlend veiðikona með fyrsta lax sumarsins úr Sandá. Þessi veiddist á mánudag og þá fór allt í gang. Þetta er maríulaxinn hennar. Ljósmynd/SHJ

Sandá í Þjórsárdal er ein af hliðarám Þjórsár. Hún er dæmigerð síðsumarsá og iðulega fer ekki að veiðast í henni fyrr en í september. Síðasta vika í Sandá var frábær, að sögn Sindra Hlíðars Jónssonar leiðsögumanns sem hefur verið við ána undanfarna daga.

„Þetta gerðist bara á mánudag. Með hækkandi vatni fór fullt af fiski að ganga og allt í einu voru fiskar á öllum veiðistöðum,“ sagði Sindri í samtali við Sporðaköst.

Annar maríulax úr Sandá. Veiðimaður er Eric Hanson.
Annar maríulax úr Sandá. Veiðimaður er Eric Hanson. Ljósmynd/SHJ

Sandá er tveggja stanga á og drjúg löng. Veiðin hefur að meðaltali verið fimm laxar á dag frá því að hann mætti. „Við höfum verið að taka þetta mest á Collie Dog og Sunray túbur í yfirborðinu. Við höfum líka séð að mikið er af fiski á hreyfingu milli hylja.“ Sindri Hlíðar og Birkir Már Harðarson hafa verið í leiðsögn þessa viku.

Birkir Már Harðarson leiðsögumaður og David Zamos, með enn einn …
Birkir Már Harðarson leiðsögumaður og David Zamos, með enn einn maríulaxinn. Ljósmynd/SHJ

Töluvert hefur komið af maríulöxum og erlend veiðikona landaði fyrsta laxinum í Sandá í sumar síðastliðinn mánudag og var það maríulaxinn hennar. Ríflega þrjátíu laxar eru skráðir í veiðibókina. Veitt er í Sandá út september.

Fossá er einnig ein af hliðarám Þjórsár og þaðan er svipaða sögu að segja. Þar hefur verið góð veiði upp á síðkastið og töluvert af fiski er í ánni. Báðar þessar ár eiga það sameiginlegt að umhverfið er hrikalegt og fagurt í senn.

Sindri Hlíðar leiðsögumaður með fallegan 73 sentímetra fisk úr Sandá.
Sindri Hlíðar leiðsögumaður með fallegan 73 sentímetra fisk úr Sandá. Ljósmynd/BMH
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira