Með öngulinn í rassinum

Skemmtileg mynd frá Hallá við Skagaströnd. Myndasmiðurinn nefnir hana einfaldlega …
Skemmtileg mynd frá Hallá við Skagaströnd. Myndasmiðurinn nefnir hana einfaldlega - Með öngulinn í rassinum. Þessi mynd lýsir ágætlega veiðisumrinu 2019 þegar kemur að laxi. Ljósmynd/Friðjón Árni Sigurvinsson

Laxveiðisumarið 2019 fer í sögubækurnar sem eitt af þeim lökustu síðustu áratugi. Sennilega hafa fleiri veiðimenn farið heim með öngulinn í rassinum, en oft áður. Þessi mynd sem barst í samkeppni Sporðakasta og Veiðihornsins um bestu veiðimynd sumarsins 2019, segir kannski allt um hvernig þetta sumar var. Friðjón Árni Sigurvinsson sendi þessa mynd inn í von um að vinna Sage X frá Veiðihorninu. Textinn sem fylgdi með er eftirfarandi:

„Á rólegu laxveiðisumri eins og í sumar fannst mér þessi mynd mjög viðeigandi, 

Hún er tekin við Hallá við Skagaströnd og þar sem enginn fiskur kom á land í þessari ferð þá er þetta veiðimynd ársins frá Veiðifélaginu Áttan.

Myndin ber réttnefnið „Með öngullinn í rassinum.“ Þetta var gríðarlega skondið atvik í rokinu hjá Skagaströnd að sjálfsögðu fyrir alla aðra en veiðimanninn sjálfan. 

Má segja að flugulosarinn hafi loksins komið að notum í sumar. 

Þess má geta að þessum stórlaxi var sleppt þegar búið var að losa fluguna úr afturendanum á honum.“

Friðjón Árni sagði í samtali við Sporðaköst að þessi mynd gleddi sig alla daga sem hann skoðaði hana. Víst er að hún er um margt táknræn fyrir laxveiðisumarið 2019.

Skilafrestur í ljósmyndasamkeppninni er til 10. október. Þá verður ljóst hver hreppir Sage X stöng frá Veiðihorninu að verðmæti 129.900 kr.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira