Fékk þríkrók í andlitið - myndskeið

Þeir félagar Ívar Bragason, leiðsögumaður við Hofsá, og Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi forstjóri IKEA á Íslandi, voru við veiðar í Hofsá síðustu daga. Nokkurt rok var og fékk Ívar þríkrók á kaf í andlitið. „Ég settist niður og var að kveikja mér í vindli þegar ég fékk allt í einu þetta bylmingshögg í andlitið. Tóti fann á sama tíma að framkastið skilaði sér ekki og flugan var föst. Sem betur fer leit hann við áður en hann reyndi að losa fluguna," sagði Ívar Bragason í samtali við Sporðaköst í dag, á heimleið úr Hofsá.

Eins og sést á myndbandinu sem fylgir fréttinni var það upphafsmaður óhappsins sem fagmannlega kippti þríkrækjunni úr andlitinu á Ívari.

„Hann bar sig vel kallinn og brosti bara þegar ég kippti henni úr. En ég hef gert þetta áður,“ sagði Þórarinn.

Þeir félagar veiddu vel og lönduðu níu löxum á tveimur dögum þrátt fyrir mjög kalt veður og næturfrost. 

Sporðaköstum lék forvitni á að vita hvort Þórarinn væri farinn að huga að nýrri vinnu, eftir að hann hætti hjá IKEA. „Það er komið haust og nú fer maður að kíkja í kringum sig.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira