Veiðimenn við ólíklegustu aðstæður

Lært af pabba. Þolinmæðin til fyrirmyndar.
Lært af pabba. Þolinmæðin til fyrirmyndar. Ljósmynd/Karen María

Við höldum áfram að birta veiðimyndirnar sem okkur hafa borist í samkeppnina um bestu veiðimyndina 2019. Það eru Sporðaköst í samstarfi við Veiðihornið í Síðumúla sem standa fyrir keppninni. Verðlaunin eru Sage X-stöng að verðmæti 129.900 kr.

Mælt með pabba. Falleg bleikja úr Litluá í Kelduhverfi.
Mælt með pabba. Falleg bleikja úr Litluá í Kelduhverfi. Ljósmynd/Karen María

Hér má sjá ungan veiðimann sem er að læra. Handstaðan gefur til kynna þolinmæði þó að hún sé ekki endilega fyrir hendi. En myndin er skemmtileg og myndasmiður er Karen María og hér er Bjarki Rafn Kárason að fylgjast með pabba sínum, Kára Páli Önnusyni. Á síðari myndinni er sá fjögurra ára að aðstoða pabba við að mæla fallega bleikju í Litluá í Kelduhverfi.

Tungufljót í Vestur Skaftafellssýslu. Veiðimaður er Helgi Páll Helgason og …
Tungufljót í Vestur Skaftafellssýslu. Veiðimaður er Helgi Páll Helgason og hann er með hann í Syðri-Hólma. Ljósmynd/Gunnar Ingvi Þórisson

Næst er glóðvolg mynd úr Tungufljóti í Vestur-Skafafellssýslu. Gunnar Ingvi Þórisson tók þessa af veiðifélaga sínum Helga Páli Helgasyni að slást við flottan sjóbirting í Syðri-Hólma. Sá mældist 86 sentímetrar, sem er engin smásmíði. Ellefu birtingar tóku hvítan Nobbler. Nánast öll veiðin var í Syðri-Hólma en lítið um að vera á efri svæðunum. Þessi veiði þeirra félaga var frábær, en hollið landaði 32 birtingum á tveimur dögum. Myndasmiður nefndi sérstaklega að veiðimaðurinn hefði verið með Sage X-tvíhendu.

Stund milli stríða. Kaffi og makkerinn sér um næstu orrustu.
Stund milli stríða. Kaffi og makkerinn sér um næstu orrustu. Ljósmynd/Bjarki Már Viðarsson

Hér eru svo tvær frá Bjarka Má Viðarssyni. Sú fyrri heitir Stund milli stríða. Makkerinn í baksýn sér um þessa orrustu í Vatnsdalsá. Hin er klassísk mynd frá Laxá í Aðaldal, fyrir neðan fossa.

Laxá í Aðaldal, neðan fossa. Klassísk mynd.
Laxá í Aðaldal, neðan fossa. Klassísk mynd. Ljósmynd/Bjarki Már Viðarsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert