Fimm dagar til stefnu að vinna Sage X

Laxi sleppt í Jöklu í sumar. Skemmtilegt sjónarhorn þar sem …
Laxi sleppt í Jöklu í sumar. Skemmtilegt sjónarhorn þar sem bæði veiðimaður og lax kasta mæðinni. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason

Enn eru fimm dagar til stefnu til að skila inn myndum í samkeppni Sporðakasta og Veiðihornsins um bestu veiðimynd sumarsins. Þátttakan hefur verið mjög góð og er það ánægjuefni. Lokafrestur til að skila inn myndum er á fimmtudag, fyrir miðnætti. Verðlaunin eru frá Veiðihorninu og eru Sage X-flugustöng að verðmæti 129.900 kr.

Þeir sem vilja senda inn myndir geta sent á eggertskula@mbl.is. Muna þarf að tilgreina veiðistað, veiðimann og fleira sem tengist myndinni. Veiðihornið áskilur sér rétt til að nota þær myndir sem sendar eru inn í tengslum við markaðsefni sitt.

Við ætlum að birta núna nokkrar myndir, af handahófi, af þeim sem hafa borist. Þær koma víða að og eru ákaflega ólíkar sem gefur samkeppninni meira vægi. Fyrsta myndin sem birtist var mynd frá Bjarna Bjarkasyni sem tekin var í Jöklu í sumar. Veiðimaður er Jóhann Jóhannsson og er að kveðja lax sem hann veiddi og sleppti.

Veltikastað í Jöklu. Náttúrufegurðin hrá og mikil.
Veltikastað í Jöklu. Náttúrufegurðin hrá og mikil. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason
„Atli Bjarnason að veltikasta með Sage stönginni sinni í Jöklu,“ skrifaði Bjarni Bjarkason með þessari mynd. Þetta er önnur myndin sem við birtum frá honum núna og myndefnið er hrikalegt Jökla með allri sinni hráu fegurð.
Í tregveiði er mikilvægt að fá aðstoð að ofan.
Í tregveiði er mikilvægt að fá aðstoð að ofan. Ljósmynd/Ágústa Þórólfsdóttir
Þá er það mynd sem Ágústa Þórólfsdóttir tók. Veiðistaðurinn er Blámýrarfljót í Laugardalsá og veiðimaður er Sveinn Guðjónsson. Það var einmitt Sveinn sem sendi inn myndina og skrifaði með henni. „Þegar er tregveiði þá er gott að fá hjálp að ofan.“
Ekki fylgdi sögunni hvort þessi hjálp hefði komið að notum í þessari veiðiferð, en sjálfsagt að reikna með því.
Benjamín Þorri 13 ára með gullfallegan urriða úr Brunnhellishrófi í …
Benjamín Þorri 13 ára með gullfallegan urriða úr Brunnhellishrófi í Laxá í Mývatnssveit. Ljósmynd/Aðsend
Ungur og upprennandi veiðimaður sendi inn mynd úr Laxá í Mývatnssveit. Hér er Benjamín Þorri Bergsson með stórfisk úr Brunnhellishrófi sem tók Krókinn eftir Gylfa Kristjánsson. Benjamín Þorri er þrettán ára og að landa slíkum fiski er virkilega vel gert. Urriðinn mældist 60 sentimetrar og vó 5,5 pund. Benjamín Þorri hefur líka gert góða veiði í sumar í Eyjafjarðará og hefur þar landað mjög fallegum bleikjum. Þessi á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.
Júní við Litluá í Kelduhverfi. Þessi mynd er tekin klukkan …
Júní við Litluá í Kelduhverfi. Þessi mynd er tekin klukkan tvö eftir miðnætti. Ljósmynd/Sigurður Hauksson

Hér er svo falleg sumarmynd frá Litluá í Kelduhverfi. Þessa mynd tók Sigurður Hauksson klukkan tvö eftir miðnætti í júní í sumar. Hver saknar ekki þessara stunda, þegar skammdegið er að taka yfirhöndina?

Árni Elvar með hörkuveiði úr Korpu eða Úlfarsá. Stíflan reyndist …
Árni Elvar með hörkuveiði úr Korpu eða Úlfarsá. Stíflan reyndist honum vel. Ljósmynd/Aðsend

Svo er hér mynd af Árna Elvari H. Guðjohnsen, sem tekin var í Korpu eða Úlfarsá í sumar. Með fylgdi saga frá Árna Elvari. „Ég fór í Korpu 20. september í heilan dag með fyrrum vinnufélaga pabba míns og var með eina stöng. Ég byrjaði á stað sem heitir Stíflan. Þar settum við í fisk í þriðja kasti um morguninn, misstum þann fisk en settum svo í annan skömmu seinna og var það 60 sm lax. Strax í næsta kasti kom annar fiskur á og það var 52 sentimetra fiskur. Þriðji laxinn kom skömmu síðar og slepptum við honum. Þetta var allt á átta feta fjarka og flugan var Munroe Killer þríkrækja nr. 12.“

Það er skemmst frá því að segja að Árni Elvar setti svo í enn einn laxinn og landaði á Stíflunni síðar um daginn. Og eins og hann skrifaði sjálfur. „Geggjaður dagur, takk fyrir mig.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert