Sagan af flugunni „Ella hjúkka“

Eiður með hænginn stóra sem féll fyrir flugunni sem enginn …
Eiður með hænginn stóra sem féll fyrir flugunni sem enginn þekkti fyrst í stað. Ljósmynd/Elvar Magnússon

Stundum falla flugur í gleymskunnar dá. Ein slík var notuð á Hólmavaðsstíflu í sumar í Laxá í Aðaldal á Nessvæðinu. Eiður Pétursson setti þá undir flugu sem honum fannst ákjósanleg við þau birtuskilyrði sem voru. Það er skemmst frá því að segja að hann setti í og landaði 107 sm hæng sem mældist með ummálið 58 sm.

Þessi mynd var send inn í samkeppni Sporðakasta og Veiðihornsins um bestu veiðimynd sumarsins 2019. Myndasmiður er Elvar Magnússon.

„Þessi tók flugu númer tólf eftir Pétur Steingrímsson í Nesi og þetta eintak var að sjálfsögðu hnýtt af meistaranum sjálfum,“ skrifaði Eiður Pétursson með myndinni.

Fyrst í stað var ekki vitað hvað flugan hét. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún hafði verið skírð mörgum árum áður eftir heimilisfrúnni á Hólmavaði, Elínu Ívarsdóttur. 

„Flugan heitir „Ella hjúkka“ sem var viðurnefni Elínar og var það skemmtileg tilviljun að veiða þennan stóra lax á Hólmavaði á flugu skírða eftir húsfrúnni á bænum,“ sagði Eiður Pétursson í samtali við Sporðaköst eftir að hann sendi inn þessa áhugaverðu sögu.

Þetta er veiðihúfan hans Eiðs. Hún geymir meðal annars Blue …
Þetta er veiðihúfan hans Eiðs. Hún geymir meðal annars Blue Doktor, Munroe Killer og White Wing að ógleymdri Ellu hjúkku. Ella er næst silfurnælunni fyrir 20 pundara í Nesi. Ljósmynd/Aðsend

Eiður hefur þann sið að ef hann veiðir fisk sem nær 20 pundum fær flugan heiðurssess í veiðihúfunni. „Þessari var að sjálfsögðu lagt þar eins og öðrum flugum sem gefa 20 punda laxa en síðar var ákveðið að flugan verði færð Elínu að gjöf við gott tækifæri.“

En hvað réð því að þessi fluga fór undir einmitt þennan dag á Stíflunni?

„Það voru nú ekki mikil vísindi á bak við það. Miðað við birtuna þá fannst mér líklegt að eitthvað blátt og silfur gæti virkað og svo er hún með peacock-búk,“ sagði Eiður. En þó að hann geri lítið úr pælingunum á bak við fluguvalið gaf Ella hjúkka einn af þeim allra stærstu í sumar. Kannski frekar reynsla en vísindi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.

Skoða meira