Roxtons tekur yfir Eystri-Rangá

Cezary Fijalkowski tekst á við stórlax í Eystri Rangá. Nú …
Cezary Fijalkowski tekst á við stórlax í Eystri Rangá. Nú standa miklar breytingar fyrir dyrum á veiðifyrirkomulagi. Ljósmynd/Aðsend

Roxtons, einn stærsti veiðileyfasali heims hefur samið við Veiðifélag Eystri-Rangár um sölu og markaðssetningu á öllum veiðileyfum í ánni frá 1. júlí og fram til 3. september, á næsta sumri. Þá segir félagið í fréttabréfi sínu að það hafi keypt Lax-á ehf út úr samningi sem Lax-á hafði við veiðifélagið og einnig veiðihúsið sem Lax-á átti.

Miklar breytingar verða gerðar á veiðifyrirkomulagi og verður settur átta fiska kvóti á stöng á dag og skylduslepping á fiskum umfram þann fjölda. Fluga verður eina leyfilega agnið frá 1. júlí fram til 20. ágúst. Þá verður svæðaskiptingu breytt til að tryggja að allir veiðimenn nái að veiða efri, mið og neðsta hluta árinnar í þriggja daga holli.

Veiðitíminn breytist einnig. Fyrri vaktin verður frá átta á morgnanna til klukkan eitt. Tveggja tíma hlé verður og síðari vaktin hefst klukkan þrjú og lýkur klukkan átta. Segja þeir Roxtons menn að þetta sé gert svo að veiðimenn veiði ána við bestu mögulegu skilyrði og hætta að borða kvöldmat þegar komið er fram undir miðnætti.

Viðskiptavinum sem áttu daga í sumar stendur til boða að endurnýja sínar dagsetningar en í næstu viku verður nýjum viðskiptavinum boðið að kaupa laus leyfi.

Verð á stangardag í fréttabréfi Roxtons er auglýst á krónur 212 þúsund ódýrast og hæsta verð er 320 þúsund krónur á dag. Innifalið í þessu er leiðsögumaður fæði og gisting og léttir drykkir. Seldir eru þrír dagar saman og er verðið aðeins hærra ef menn deila stöng.

Roxtons hefur sent mikið af viðskiptavinum í Eystri-Rangá í gegnum tíðina en nýr samningur tryggir þeim sölurétt á öllum besta tímanum.

Uppfært klukkan 15:03

Árni Baldursson einn eigenda Lax-ár ehf staðfesti þetta í samtali við Sporðaköst og segir þetta samning sem sé öllum til heilla. „Við höfum unnið með Roxton í þrjá áratugi og þeir hafa verið okkar sterkasti bakhjarl. Mér finnst gott að vita til þess að þeir hafi tekið við keflinu og ég held að þetta sé landeigendum einnig til góða.“

Árni segir að Lax-á muni áfram vinna með Roxtons, en vissulega sé þetta breytt fyrirkomulag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert