Leirvogsá á lausu - aftur til Stangó?

Brúarhylur í Leirvogsá er einn gjöfulasti staðurinn í ánni. Nú …
Brúarhylur í Leirvogsá er einn gjöfulasti staðurinn í ánni. Nú er spurning hver tekur við keflinu af Lax-á? Morgunblaðið/Einar Falur

Leirvogsá, sem Lax-á ehf hefur verið með á leigu er á lausu. Árni Baldursson staðfesti í samtali við Sporðaköst að hann hefði nýtt sér ákvæði í samningi við Veiðifélag Leirvogsár og sagt sig frá leigunni. Lax-á hefur verið með Leirvogsá á leigu í þrjú ár og þann tíma segir Árni að áin hafi átt undir högg að sækja. „Það hafa verið vandræði með vatnsbúskap og áin verið vatnslaus. Þá hefur vantað fisk í hana og þetta hefur einfaldlega verið mjög erfitt þessi þrjú ár sem við vorum með hana á leigu.“

Þetta er þriðja vatnasvæðið sem Árni og Lax-á losa sig við á stuttum tíma. Fyrst var það Blanda þar sem Árni gekk út úr samningi þann 1. ágúst. Í gær sögðum við frá því að veiðileyfasalinn Roxtons hefði gengið inn í samning hans um Eystri-Rangá og keypt af félaginu veiðihúsið. Nú er það Leirvogsá. Árni sagði í samtali við Sporðaköst að hann hefð nýtt sér ákvæði í samningnum til að segja upp.

Heimildir Sporðakasta herma að SVFR, eða Stangaveiðifélag Reykjavíkur sé að ganga frá samningi um Leirvogsá og það á „gamla verðinu“ sem þýðir um 30% lækkun. Vonandi skilar sú lækkun sér til veiðimanna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira