Frábær veiði í Tungufljóti þegar rofaði til

Birkir Már Harðarson með sjóbirtinginn sem mældi hvorki meira né …
Birkir Már Harðarson með sjóbirtinginn sem mældi hvorki meira né minna en 86 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Fyrstu daga vorveiðitímabilsins var hin öfluga sjóbirtingsá Tungufljót vart veiðanleg sökum krapa og ísreks. Nú vottar fyrir vori eystra og þá lét veiðin ekki á sér standa.

Tvær stangir lönduðu í gær 34 sjóbirtingum og misstu annað eins. Við veiðar eru Kristján Páll Rafnsson leigutaki og félagi hans Birkir Már Harðarson, sem oft er kallaður súpergæd.

Þeir lönduðu i gær fjölmörgum birtingum og er heildartalan komin í 55 fiska. „Loksins var hægt að veiða hana almennilega,“ sagði Kristján Páll í samtali við Sporðaköst í morgun.

Kristján Páll Rafnsson leigutaki og veiðimaður með fallegan birting sem …
Kristján Páll Rafnsson leigutaki og veiðimaður með fallegan birting sem veiddist í Syðri-Hólma. Ljósmynd/Aðsend

„Við höfum verið að veiða þetta mest niðri. Á sökktauma og zonkera. Vatnið er kalt og hann er latur við þessar aðstæður,“ sagði Kristján.

Í aflanum hefur verið mikið af vel höldnum geldfiski en slápar inn á milli. Stærsti fiskurinn sem þeir félagar náðu að landa og mæla fyrir sleppingu var 86 sentímetra birtingur sem veiddist í Syðri-Hólma.

Þeir voru að veiða mest á neðsta hluta árinnar en fengu fiska í Brúarhyl og í Gæfubakka.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira