17 punda urriði betri en öll páskaegg

Páll Ágúst Ólafsson með páskaurriðann. Hann mældist 85 sentímetrar á …
Páll Ágúst Ólafsson með páskaurriðann. Hann mældist 85 sentímetrar á lengd og 55 sentímetrar í ummál. Ljósmynd/Aðsend

Á meðan flestir landsmenn voru að rífa upp og brjóta páskaegg óð Páll Ágúst Ólafsson út í Ytri-Rangá. Hann var að taka fyrsta kast sumarsins og það var snjókoma og hiti við frostmark. Norðanstrengur gerði þetta allt enn kaldara. 

„Þetta var bara fyrsta kastið í Breiðabakka og flugan náði varla að lenda þegar fiskur tók hana. Þetta var Black Ghost og ég var ekki einu sinni byrjaður að strippa fluguna,“ sagði Páll Ágúst í samtali við Sporðaköst.

„Mér fannst hann illa tekinn svo ég tók mjög varlega á honum. Datt jafnvel í hug að hann væri húkkaður. Viðureignin stóð líka í tæpan hálftíma. Enda var eins gott að ég tók ekki fastar á honum. Flugan var í kjaftvikinu og hékk þar bara á tægju. Um leið og við háfuðum hann datt flugan úr honum.“

Betra en öll páskaegg sem i boði eru, sagði Páll …
Betra en öll páskaegg sem i boði eru, sagði Páll Ágúst. Ljósmynd/Aðsend

Og þvílíkur fiskur. 85 sentímetra urriði og nánast hnöttóttur. Mældist ummál hans 55 sentímetrar og lætur þetta nærri því að vera 17 punda fiskur.

„Ég ætla bara að vona að maður sé ekki búinn að jinxa sumarið með svona byrjun,“ hló Páll. „En ég get sagt þér að þessi urriði var betri en öll páskaegg.“

96 sentímetra fiskur úr Geirlandsá

Þeir gerast ekki mikið stærri sjóbirtingarnir en sá sem Gunnar Óskarsson formaður SVFK landaði í Geirlandsá í opnunarhollinu. Hann mældist 96 sentímetrar. Þá veiddust tveir aðrir sem náðu 90 sentímetrunum og töluvert af fiski sem var yfir 80 sentímetrar. Vötn og veiði greindi frá opnunarhollinu í Geirlandsá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert