Sprenging í sölu á Veiðikortinu

Veiðimenn mættu 1. apríl í Vífilsstaðavatn. Það er eitt af …
Veiðimenn mættu 1. apríl í Vífilsstaðavatn. Það er eitt af 34 vatnasvæðum sem Veiðikortið veitir aðgang að. Ljósmynd/Veiðikortið

Sala á Veiðikortinu hefur aukist til muna nú í vor. Ingimundur Bergsson eigandi Veiðikortsins segir ljóst að Íslendingar ætli sér að ferðast innanlands í sumar og þá kemur Veiðikortið sterkt inn. 

„Stærstu árin okkar til þessa hafa verið árin eftir bankahrun, 2009 og 2010, þegar aukning varð á ferðalögum innanlands. Við erum að sjá þessa sömu þróun núna og þetta kemur vel fram í vefsölunni okkar,“ sagði Ingimundur í samtali við Sporðaköst.

Veiðikortið veitir aðgang að 34 veiðisvæðum um allt land og þar á meðal í þjóðgarðinum í Þingavallavatni en veiði þar hefst næstkomandi mánudag eða 20. apríl. Vatnið er enn ísi lagt að stærstum hluta en það getur breyst hratt ef hlýnar í veðri.

Eiður Kristjánsson með son sinn, ungan og upprennandi veiðimann. Stangaveiði …
Eiður Kristjánsson með son sinn, ungan og upprennandi veiðimann. Stangaveiði er fjölskyldusport. Ljósmynd/Veiðikortið

Veiði í Kleifarvatni byrjaði formlega í dag en vatnið er nánast óveiðandi sökum íss.

Elliðavatn opnar svo á sumardaginn fyrsta og viðbúið að marga sé farið að klæja í fingurna að komast þangað.

Annars má sjá opnunartíma veiðisvæðanna inni á heimasíðu Veiðikortsins, veidikortid.is. Sum vötn má byrja að veiða þegar ísa leysir önnur 1. apríl og 1. maí og einhver eru opin allt árið.

Veiðikortið kostar 7.900 krónur og gildir hvert kort fyrir einn veiðimann. Bæklingur fylgir kortinu og er þar að finna umfjöllun um veiðisvæðin og leiðbeiningar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira