Magnað myndband úr Eyjafjarðará

Sjóbirtingsveiðin í Eyjafjarðará hefur verið með hreinum ágætum í apríl. Tveir félagar, þeir félagar Stefán Einar Sigmundsson og Ægir Jónas Jensson, tóku upp myndband af veiðiferð á svæði tvö fyrr í mánuðinum. Þarna sést glögglega hversu mögnuð veiðin er. Þeir félagar tóku upp og klipptu og deildu á YouTube. Sporðaköst fengu leyfi hjá þeim félögum til að birta myndbandið hér og er þetta virkilega vel unnið hjá þeim félögum.

mbl.is