„Verður ekki brunaútsala á veiðileyfum“

Kristinn með fallegan nýrunninn lax úr Eystri-Rangá. Hann hefur fundið …
Kristinn með fallegan nýrunninn lax úr Eystri-Rangá. Hann hefur fundið fyrir aukinni bjartsýni eftir tilkynningu stjórnvalda um að rýmkun samkomubanns væri í aðsigi. Ljósmynd/Aðsend

Síðustu tvo sólarhringa hefur veiðileyfamarkaðurinn á Íslandi tekið vel við sér. Fyrirspurnir erlendis frá hafa verið að berast og staðfestar eru nokkrar nýjar sölur á veiðileyfum til erlendra veiðimanna. Þá hefur sala innanlands tekið nokkurn kipp eftir almennt þunglyndi og litla sölu í mars.

Einn af þeim sem hafa góða yfirsýn og reynslu í sölu veiðileyfa er Kristinn Ingólfsson sem rekur eitt stærsta og elsta veiðitorg á Íslandi í sölu veiðileyfa, veida.is. Þar inni má sjá mikið af tilboðum og afsláttarboðum. Hins vegar mælir Kristinn viðsnúning og aukna bjartsýni.

„Það er aðeins meira af tilboðum núna en undanfarin ár og það helgast náttúrulega af þeirri stöðu sem er uppi með erlenda veiðimenn,“ sagði Kristinn í samtali við Sporðaköst.

Treystir þú þér eitthvað til að horfa fram á veginn? Hvað mun gerast á þessum markaði?

„Ég held að það verði ekki brunaútsala á veiðileyfum. Þeir sem standa þokkalega vita að slíka brunaútsala mun brenna þá upp næstu árin þar á eftir líka. Menn munu frekar sætta sig við að eiga meira óselt í ár.“

Munu menn lifa það af?

„Klárlega eru einhverjir sem ekki munu lifa það af. Hins vegar snýst þetta um samstarf við landeigendur og bændur.“

Þegar Kristinn er spurður um hvernig salan á vefnum hjá honum hafi verið í vetur og vor, segir hann að Íslendingar hafi dottið í svolítið þunglyndi í mars og fram í apríl. Hins vegar allra síðustu daga þegar menn fóru að sjá í land, með mögulegar breyttar aðgerðir stjórnvalda þá: „Hafa viðskipti aukist gríðarlega, bæði af dýrum og ódýrum veiðileyfum. Fólk er farið að leyfa sér að plana inn í sumarið. Í gær og í fyrradag hefur orðið gríðarleg aukning.“ Kristinn segir mikinn meirihluta viðskipta á vefnum veida.is vera íslenska veiðimenn. Hann er hins vegar einnig að flytja inn erlenda veiðimenn í nokkru mæli.

Lax úr Fossá. Kristinn á ekki von á brunaútsölu á …
Lax úr Fossá. Kristinn á ekki von á brunaútsölu á veiðileyfum þó að mikið sé af tilboðum í gangi í augnablikinu. Ljósmynd/Aðsend

„Það kom mér á óvart að í gær fékk ég í fyrsta skipti í svolítinn tíma fyrirspurnir erlendis frá. Þetta voru aðilar sem vilja koma til Íslands að veiða í sumar og eru að kanna verð og laus veiðileyfi og slíkt. Alvöruveiðimenn mega ekki til þess hugsa að heilt veiðisumar renni. Menn munu nýta sér alla möguleika, hverjir sem þeir verða.“

Fleiri veiðileyfasalar sem Sporðaköst hafa rætt við í dag staðfesta aukinn áhuga og vilja frá erlendum veiðimönnum. Það er jú rétt að hafa í huga að í hópi veiðimanna eru bjartsýnismenn áberandi.

En rétt er að benda áhugasömu veiðifólki sem er farið að áræða að skipuleggja meiri veiði þá er mikið af tilboðum í gangi inni á veida.is. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert