Myndband af metbirtingnum

Við birtum frétt í síðustu viku af met sjóbirtingi sem veiddist í Flögubakka í Tungufljóti. Hann mældist hvorki meira né minna en 100,5 sentímetrar. Hér voru birtar ljósmyndir af birtingnum, en veiðimaðurinn, Brynjar Vignir Sigurjónsson sendi Sporðaköstum myndband af viðureigninni. Við birtum það hér, óklippt en afar skemmtilegt er að fylgjast með þegar hinn ungi veiðimaður áttar sig á stærð fisksins. Brynjar er sautján ára gamall en þetta var hans fyrsti fiskur í Tungufljóti.

mbl.is