Grásleppan gefur góð fyrirheit um laxinn

Grásleppa skorin hjá GPG fiskverkun. Nú hefur veiðin á henni …
Grásleppa skorin hjá GPG fiskverkun. Nú hefur veiðin á henni verið góð. Hún er uppsjávarfiskur eins og laxinn og heldur sig á svipuðum slóðum. mbl.is/Hafþór

Góð grásleppuveiði sem verið hefur í vor er af mörgum talið skýrt merki um að laxveiðin verði góð í sumar. Margir veiðimenn trúa því að grásleppuveiði gefi fyrirheit um þann silfraða. Sporðaköst leituðu til Hafrannsóknastofnunar með þessa kenningu.

Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá stofnuninni varð fyrir svörum. „Það getur margt verið til í samhengi milli afkomu grásleppu og afkomu laxa. Báðar tegundir eru uppsjávartegundir og í svipaðri vist. Það felst þá í aukinni fæðu og vexti þar með minni afföllum. Ég er ekki viss um að þessar vísbendingar standist tölfræðilega en það þyrfti að skoða betur,“ sagði Guðni í skriflegu svari við spurningu Sporðakasta.

Samkvæmt hefðinni er ekki langt í að fyrstu laxarnir láti sjá sig í ám á Suður- og Vesturlandi. Oftar en ekki eru menn að sjá þá fyrstu upp úr miðjum maí. Hvenær svo sem þeir fyrstu ganga er ljóst að þeir eru á heimleið. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert