Settu í 100 urriða á tveimur dögum

Ingvar Svendsen með einn af 64 urriðum sem þeir lönduðu …
Ingvar Svendsen með einn af 64 urriðum sem þeir lönduðu á tveimur dögum. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekkert lát á urriða ævintýrum í Þingvallavatni. Virðist vera sama á hvaða mið menn róa. Þannig hafa menn verið að gera stór veiði á öllum þekktu urriðasvæðunum. Nokkrir félagar fóru saman á ION svæðið í vikunni og þeir lönduðu 64 urriðum á tveimur dögum. 

Einn þeirra sem var í hópnum er Ingvar Svendsen. „Þetta var svakalegt. Við misstum vel yfir þrjátíu fiska og við sáum stóra flekki af urriða fyrir utan Ölfusárvatnsósinn,“ sagði Ingvar í samtali við Sporðaköst. „Fiskurinn er svo vel haldinn þarna og flottur og þeir eru svo sterkir. Ég mældi einn sem var 70 sentímetrar á lengd og ummálið var 34 sentímetrar.“

Ásgeir Einarsson fékk þennan. Þeir misstu vel yfir 30 urriða …
Ásgeir Einarsson fékk þennan. Þeir misstu vel yfir 30 urriða þannig að þeir settu í hundrað fiska samtals. Ljósmynd/Aðsend

Ingvar segir að Þorsteinsvík hafi verið fremur róleg, en það er hinn hlutinn af ION svæðinu. Mesta veiðin var í ósnum.

Svipaða sögu er að segja af Kárastöðum í Þingvallavatni. Þar hefur veiði verið ágæt í vor en brast svo á með moki einn eftirmiðdaginn í vikunni sem 34 bolta urriðum var landað á einum degi.

Villingavatnsárós er heldur betur kominn í gang og sama er að segja af Villingavatninu. Þá skrapp Cezary Fijalkowski, sá þrautreyndi urriðahvíslari undir Svörtukletta og landaði tveimur mjög fallegum urriðum og mjög stórri bleikju. Cezary er líka búinn að vera að gera góða veiði í þjóðgarðinum og það á flugurnar sínar sem ganga undir nafninu Pike Terror og eru hnýttar eftir hans uppskriftum. Þessar flugur fást einungis í Veiðihorninu.

Pike Terror flugurnar sem Cezary veiðir á. Þær eru hnýttar …
Pike Terror flugurnar sem Cezary veiðir á. Þær eru hnýttar eftir hans uppskrift. Ljósmynd/Aðsend

Aðrar flugur sem hafa verið að gefa vel eru klassísku straumflugurnar Black Ghost og Olive útgáfa af henni. Sama má segja um Nobblera og Langskegg. Cezary hefur þá trú að stærri straumflugurnar gefi frekar stóru urriðana. Sá stærsti sem við höfum frétt af í vor úr Þingvallavatni er 93 sentímetrar og veiddist í Ölfusvatnsárósi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert