Ósasvæðið í Hítará í almenna sölu

Nú gefst veiðimönnum kostur á að kasta fyrir bleikju og …
Nú gefst veiðimönnum kostur á að kasta fyrir bleikju og sjóbirting á Ósasvæðinu í Hítará. Þegar líður fram á sumar er þar laxavon. Ljósmynd/BG

Grettistak veiðiumsjón sem hefur Hítará á leigu hefur kynnt nýtt veiðisvæði í Hítará á Mýrum. Þetta er svokallað Ósasvæði og eins og nafnið bendir til er þetta allra neðsti hluti árinnar.

Í frétt á heimasíðu Hítarár segir að þetta sé veiði á sjóbirtingi og sjóbleikju með laxavon við ós Hítarár að vestanverðu.

„Veitt er á tvær stangir 12 tíma á dag, Ekið er að Hítarneskoti og þar ekinn merktur jeppaslóði að salernisaðstöðu. Að gefnu tilefni bendum við á að slóðinn er ekki fær jepplingum,“ segir í leiðarlýsingu að Ósasvæðinu.

Settar eru skorður við umgengni og þurfa veiðimenn að kynna sér þær. „Eingöngu er leyft að ganga um veiðisvæðið. Bílaumferð á svæðinu er með öllu óheimil. Bílum og ferðavögnum má leggja við salernisaðstöðu. Veiðimenn sjá um sig sjálfir og eingöngu er leyft að veiða á flugu með flugustöngum. Við brottför skal stoppa við Hítarneskot þar sem veiðibók má finna í járnkassa úti við staur. Allan afla skal skrá í veiðibókina við brottför, veiðimenn eru beðnir um að sýna snyrtilega umgengni og taka allt rusl með sér af svæðinu við brottför.“

Það er alltaf gaman þegar valkostunum fjölgar í veiðinni og verði er stillt í hóf og kostar dagstöngin tíu þúsund krónur. Hægt er að kaupa leyfi á heimasíðu Hítarár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert