Veiði 2020 - gjafabréf í 100 blöðum

Veiði 2020 er komið út og hefst dreifing blaðsins í …
Veiði 2020 er komið út og hefst dreifing blaðsins í dag. Forsíðumyndina tók Golli. Fyrstu 100 blöðunum fylgir gjafabréf. Ljósmynd/Aðsend

Blað Veiðihornsins Veiði 2020 kemur formlega út í dag. Dreifing hefst fyrir hádegi og fyrstu hundrað blöðunum fylgir 10 þúsund króna gjafabréf sem gildir sem greiðsla upp í Simms Gore-tex-vöðlur eða Sage-flugustöng að eigin vali.

Ólafur Vigfússon ritstýrir blaðinu sjálfur og segir það skemmtilegt verkefni. Blaðið er hnausþykkt eða rúmlega 100 blaðsíður. „Fyrstu tvö blöðin okkar komu út 2001 og 2002 en síðan ekkert fyrr en 2012 og hefur blaðið okkar komið út óslitið síðan þá. Stækkað og orðið betra með hverju árinu,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðaköst í morgun.

Svakalegur fiskur stekkur í Hnausastreng í Vatnsdalsá.
Svakalegur fiskur stekkur í Hnausastreng í Vatnsdalsá. Ljósmynd/Golli

„Blaðið er prentað í 6.000 eintökum. Að þessu sinni ákváðum við að gefa út tvö blöð. Þetta blað er helgað stangveiði en í vinnslu er annað blað, helgað skotveiðivörum Veiðihornsins, og kemur það blað út síðar í sumar.“

Golli veiðiljósmyndari á heiðurinn af forsíðumyndinni og einnig mynd sem fylgir með fréttinni og er tekin í Hnausastreng. 

Heimir Óskarsson á heiðurinn að öllu útliti. Fyrir utan Golla eru myndir eftir fleiri veiðimenn í blaðinu svo sem Cezary Fijalkowski og fleiri.

Ólafur Vigfússon skrifar blaðið og ritstýrir. Hann segir marga bíða …
Ólafur Vigfússon skrifar blaðið og ritstýrir. Hann segir marga bíða spennta eftir blaðinu og nú má sumarið koma. Ljósmynd/Aðsend

„Blaðið er allt unnið hér á landi og hefur alltaf verið prentað á Íslandi á sérlega vandaðan umhverfisvottaðan pappír,“ sagði Ólafur og bætir svo við brosandi. „Nú má sumarið koma fyrir mér.“

mbl.is