Laxinn mættur í borgina - myndband

Laxinn er mættur í Elliðaárnar. Ásgeir Heiðar, veiðimaður sem þekkir árnar inn og út, sá tvo laxa í Sjávarfossi í morgun. Hann hafði þegar samband við skrifstofu Stangaveiðifélags Reykjavíkur og greindi frá þessu. Sölustjóri SVFR, Brynjar Þór Hreggviðsson, mætti á staðinn í framhaldi af þessu og það leynir sér ekki að þarna er laxinn mættur.

Ásgeir Heiðar sagði í samtali við Sporðaköst að hann teldi að laxinn hefði komið degi seinna í fyrra en hér á árum áðum var þetta töluvert síðar, eða í kringum 7. júní. 

Það er alltaf hátíðlegt þegar fyrstu laxarnir sjást í borgarperlunni og má kannski segja að það sé í takt við það sem var að gerast í fyrra. Óvenjumikið veiddist af stórum tveggja ára löxum en það eru jú þeir sem koma fyrstir.

Nú verður breyting á í veiðiskap í Elliðaánum en einungis er leyft að veiða á flugu og eru það mikil viðbrigði fyrir marga sem hafa stundað veiði í ánum. Þessi ákvörðun var kynnt í fyrra og markmiðið er að viðhalda og vernda stofn Elliðaánna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira