Fyrstu laxarnir sjást fyrir norðan

Laxi landað á svæði eitt í Blöndu. Nú er skylt …
Laxi landað á svæði eitt í Blöndu. Nú er skylt að sleppa öllum laxi sjötíu sentimetrar og stærri. Hirða má einn smálax á vakt á stöng. Blanda verður bara veidd með flugu í sumar. Einar Falur Ingólfsson

Fyrstu laxarnir sáust í Blöndu í morgun. Þar var á ferðinni sjálft lögregluyfirvaldið Höskuldur B. Erlingsson sem einnig er reyndur veiðimaður og leiðsögumaður. Höskuldur lagði leið sína á neðsta svæðið í könnunarleiðangri. Hann sá tvo laxa og var annar í Damminum og hinn nokkru neðar.

Nú er stutt í opnun í Blöndu, en fyrsti veiðidagurinn er fimmti júní. Erik Koberling sem er einn umsjónarmanna Blöndu sagði í samtali við Sporðaköst að undirbúningur væri nú á fullu og viðamiklar framkvæmdir standi yfir í veiðihúsinu sem tekur gagngerum breytingum. Nú er eingöngu veitt á flugu í Blöndu og uppálagt að sleppa fiski. 

Árni Baldursson hætti með Blöndu í fyrra og Starir tóku ána á leigu í framhaldi og þessi breyting var gerð samhliða því. Nú má taka einn lax á hverri vakt undir sjötíu sentimetrum.

Í ljósi þess að nú verður innleitt veiða og sleppa-fyrirkomulag í Blöndu eru margir spenntir að sjá hvað gerist í Svartá, en hún er bergvatnsá sem rennur í Blöndu efst í Langadal. Þar hefur veiði dalað mjög síðustu ár og binda menn vonir við að meira af fiski nái nú á heimaslóðir í Svartá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.

Skoða meira