Bleik Stirða gaf vel á Skagaheiði

Elvar Freyr Snorrason veiddi þessa 4,5 punda bleikju í Kolluvatni. …
Elvar Freyr Snorrason veiddi þessa 4,5 punda bleikju í Kolluvatni. Hún tók bleika Stirðu. Ljósmynd/Aðsend

Nokkrir félagar tóku dagstúr upp á Skagaheiði í gær. Óhætt er að segja að heiðin líti vel út og þeir gerðu góða veiði miðað við stutt stopp. Einn af þeim sem var í för er Elvar Freyr Snorrason.

„Við vorum bara að kíkja á nokkur vötn og taka út stöðuna. Við fórum í Kolluvatn, Geitakarlsvörn, Kelduvíkurvatn og Hörtnárvatn. Fengum víða fisk en langbesta veiðin var í Kolluvatni,“ sagði Elvar Freyr í samtali við Sporðaköst.

Fallegar og bústnar Skagableikjur.
Fallegar og bústnar Skagableikjur. Ljósmynd/Aðsend

Þeir voru að veiða nánast allt á fluguna Stirðu sem Marinó Heiðar Svavarsson hannaði upphaflega fyrir Svarfaðardalsá. „Þessi fluga er alveg mögnuð og er mjög alhliða. Við vorum að fá þetta allt á bleika Stirðu. Ég hef notað hana víða og virkar svakalega vel í sjóbleikju og ég hef til dæmis gert góða veiði á hana í Héraðsvötnunum.“

Þegar þeir félagar komu að Kolluvatni tók 4,5 punda bleikja í fyrsta kasti. Eftir að henni var landað kom önnur þriggja punda strax á eftir. Þeir félagar töldu blásið til veislu en þá dró hratt úr. Fengu reyndar átta urriða upp í þrjú pund.

„Urriðinn gaf sig í Hörtnárvatni og við stoppuðum þar í tuttugu mínútur og lönduðum sex urriðum. Svo fengum við nokkra líka í Geitakarlsvötnum.“

Flugan Stirða sem Marinó Heiðar hannaði. Sú bleika var að …
Flugan Stirða sem Marinó Heiðar hannaði. Sú bleika var að gefa á Skagaheiðinni. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Elvars er færðin þar efra ágæt en slóðinn upp að Geitakarlsvötnum er virkilega skemmdur eftir bíl. Þeir fóru ekki upp að Aravatni og þekkja því ekki stöðu á slóða þangað. En fín færð er að vötnunum á Hrauni á Skaga.

Eins og fyrr segir var öll veiðin á fluguna Stirðu og það á bleika. Marinó Heiðar hnýtir þær í bleiku, appelsínugulu, hvítu og svörtu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert