Fyrstu laxarnir komnir á land í Þjórsá

Stefán Sigurðsson og Matthías sonur hans með fyrsta lax sumarsins …
Stefán Sigurðsson og Matthías sonur hans með fyrsta lax sumarsins sem Stefán veiddi við Urriðafoss laust fyrir klukkan hálf átta í morgun. mbl.is/Einar Falur

Laxveiðitíma­bilið hófst form­lega í morg­un þegar veiði hófst í Þjórsá. Um klukk­an níu í morg­un voru fimm lax­ar komn­ir á land í Urriðafossi. At­hygli vakti að einn smá­lax var í afl­an­um, en hinir fjór­ir voru fal­leg­ir hefðbundn­ir stór­lax­ar.

Stefán Sigurðsson leigutaki svæðisins við Urriðafoss veiddi fyrsta laxinn, fyrir klukkan hálf átta í morgun. Hann fagnaði þegar fyrsti lax sumarsins var kominn í háfinn hjá Matthíasi syni hans. Um leið var fiskur á hjá hinni stönginni, hjá feðgunum Hauki Hlíðkvist Ómarssyni og Hrafni syni hans.

Feðgarnir Haukur Hlíðkvist Ómarsson og Hrafn Hlíðkvist með 89 cm …
Feðgarnir Haukur Hlíðkvist Ómarsson og Hrafn Hlíðkvist með 89 cm lax sem þeir veiddu í morgun og slepptu að myndatöku lokinni. mbl.is/Einar Falur

Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi var á bakkanum, ræddi við blaðamann Morgunblaðsins sem var þar og gladdist við að sjá fallegum löxum landað.  Einar spáði mjög góðum göngum í Þjórsá í sumar og góðri veiði en Einar samdi fyrir þremur árum við Stefán og Hörpu Hlín Þórðardóttur konu hans um að taka upp netalagnirnar við Urriðafoss og að þau seldu þar þess í stað stangveiðileyfi sem hafa notið mikilla vinsælda.

Þjórsá er vatns­mik­il og bólgin en nokkuð er síðan fystu lax­arn­ir sáust í Urriðafossi. Fisk­fræðingar hafa spáð góðum smá­laxa­göng­um á Suður- og Vest­ur­landi í sum­ar og þessi smá­lax sem veidd­ist í morg­un er óvenjusnemma á ferðinni og gef­ur góð fyr­ir­heit. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi með leigutökunum, hjónunum Hörpu Hlín …
Einar Haraldsson bóndi á Urriðafossi með leigutökunum, hjónunum Hörpu Hlín Þórðardóttur og Stefánsi Sigurðssyni, við Urriðafoss í morgun. mbl.is/Einar Falur
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.

Skoða meira