Fyrstu laxarnir úr Hólsa veiddir í dag

Fyrsti laxinn úr Hólsá, af Austurbakkanum. Knútur Lárusson landaði þessum …
Fyrsti laxinn úr Hólsá, af Austurbakkanum. Knútur Lárusson landaði þessum 92 sentimetra hæng á spún í veiðistaðnum Ármótum. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsti laxinn á Austurbakka Hólsár veiddist í dag.Það var Knútur Lárusson sem setti í laxinn á spún og var það hinn klassíski veiðistaður Ármót. Laxinn mældist 92 sentímetrar og vó 8,6 kíló.

„Ég hef haldið að þetta vor geti orðið mjög magnað. Það er hagstætt ástand í sjónum. Fuglar eru á undan, bæði krían og lóan að koma til landsins. Við sjáum líka hvað grásleppan var góð og allt þetta gefur mér þá hugmynd að vorið og sumarið verði gott,“ sagði Páll Jónsson leigutaki í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi. Samkvæmt því sem Sporðaköst heyrðu frá fleiri veiðimönnum var öðrum laxi landað i Hólsá í dag, en það fékkst ekki staðfest.

Þetta beinir sjónum að Eystri Rangá sem opnar þann 15. júní. Þar gæti orðið veisla miðað við þetta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira