Fjórir úr Blöndu - Þrír úr Þverá

Reynir Sigmundsson með einn af fyrstu löxunum úr Blöndu á …
Reynir Sigmundsson með einn af fyrstu löxunum úr Blöndu á opnunardaginn. Ríflega 80 sentímetra fiskur. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hófst í Blöndu í morgun og ríkti mikil spenna meðal veiðimanna. Fimmtán laxar voru gengnir upp í gegnum teljara sem er efst á svæði eitt. Það þykja góðar fréttir í Blöndu, á þessum tíma. Klukkan tíu í morgun voru komnir þrír laxar á land og þar af hafði Reynir Sigmundsson landað tveimur. Fjórði laxinn kom á land rétt fyrir hádegishlé. Nokkir fiskar misstust einnig.

Reynir Sigmundsson sagði í samtali við Sporðaköst að það hefði snjóað á þá félaga þegar þeir lögðu af stað til veiða í morgun. „Þetta bjargast alveg því að það er sól og menn eru kátir. Ég og Alli félagi minn erum búnir að landa þremur og þar af var einn smálax. Ég man ekki eftir því fyrr í opnun hér í Blöndu. Við fengum tvo á Breiðu sunnan og einn uppi á Ennisflúðum,“ sagði Reynir í samtali við Sporðaköst.

Inga Lind með fyrsta laxinn úr Þverá í sumar. Hrygna …
Inga Lind með fyrsta laxinn úr Þverá í sumar. Hrygna sem veiddist í veiðistaðnum Örnólfi. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig er svo að veiða Blöndu og vera ekki með maðk?

Mér finnst gaman að veiða á maðk, virkilega gaman og ég saknaði þess mikið að mega ekki renna maðki í Damminn. Það þarf að vera svo mikið af fiski þar til að flugan virki í Damminum. Þetta er maðkastaður dauðans. Þetta er fyrsta opnun sem ég hef verið í hér þar sem ekki er kominn lax úr Damminum.

Þrír úr Þverá og þrír misstir

Fyrstu flugurnar voru bleyttar í Þverá í Borgarfirði í morgun. Laxar höfðu sést en mjög erfitt hefur verið að skyggna ána sökum þess hve vatnsmikil hún hefur verið. Þremur löxum var landað í Þverá í morgun þrír misstust. Inga Lind Karlsdóttir veiddi fyrsta fiskinn þar í sumar í veiðistaðnum Örnólfur. Glæsileg hrygna. Tveir fiskar veiddust í Guðnabakka. Kalt var í morgun og horfa menn hýru auga til kvöldvaktarinnar enda gott vatn í ánni.

Blanda í morgun. Þetta mikla fljót geymir stóra fiska og …
Blanda í morgun. Þetta mikla fljót geymir stóra fiska og hér þarf alvöru verkfæri til að takast á við vorfiskinn. Ljósmynd/Aðsend

Tólf úr Norðurá

Í Norðurá voru veiðimenn að setja í fiska í morgun, þrátt fyrir nístandi kulda. Haraldur Eiríksson var búinn að landa einum þegar Sporðaköst náðu sambandi við hann. Sá fiskur tók á Eyrinni og Halli hafði séð öðrum landað af Brotinu. Tíu laxar komu á land í gær sem var opnunardagurinn og er alveg óhætt að segja að Norðurá hafi staðið undir væntingum. Menn eru hóflega bjartsýnir á tveggja ára fiskinn en búast við góðum göngum af smálaxi og hann er raunar þegar farinn að sjást.

Halli og félagar höfðu misst tvo laxa í morgun að auki en helsta tálmunin var veðrið og sá nístingskuldi sem lék um veiðimenn úr norðri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.

Skoða meira